Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 59
Helgi Hallgrímsson: Landnám lífs í Skjálftavötnum í Kelduhverfi* INNGANGUR Þegar ísa leysti í Kelduhverfi vorið 1976 kom í ljós að ný stöðuvötn höfðu myndast í svonefndum Stórárfarvegi, framan við Keldunestorfuna, nyrst á Ássandi. Hafa þau hlotið nafnið Skjálftavötn. Um er að ræða gamlan farveg Jökulsár (eða farvegi), og rann mestur hluti árinnar í honum fram yfir síðustu aldamót (1910), er áin gróf sér núverandi farveg, sem kallast Bakka- hlaup (sjá myndir 1—2). Ljóst var að sigstallur hafði myndast þvert yfir farvegina í stefnu NNA frá Keldunes- koti og safnaðist vatnið í sigdældina austan hans. Aðalvötnin eru tvö, að- skilin af tanga og mjóu sandhólarifi, sem þó vatnar stundum yfir hér og þar, svo líta má á þetta sem eitt vatn. Er það nærri ferkantað, rúmir 2 km frá norðri til suðurs en tæpir tveir á hina hliðina. Dýpi mun víðast vera um 1 m og hvergi meira en 1.5 m. Til vatnsins rennur lindarvatn, sem kemur víða undan hraunröndinni fyrir sunnan og vestan, sumpart beint í vatnið, en sum- part um lænur allt sunnan frá bænum Lyngási (6. mynd). Afrennsli hefur það (úr syðra vatninu) í Litlá, skammt fyrir norðan Keldunes. Einhver hluti * Grein þessi er að stofni til erindi sem flutt var á ráðstefnu líffræðinga í Reykjavík, í desember 1979. lindavatnsins sem í vötnin rennur er volgur, en langmest af vatninu er kalt (um 4-5° C). Þar sem vötnin liggja nú var áður sandlendi, misjafnlega gróið, og var meginhluti þess innan sandgræðslu- girðingar, þar sem sáð hafði verið mel- gresi og borið á tilbúinn áburður af og til (1,—5. mynd). Ekki er mér kunnugt um nein vötn eða tjarnir á þessu svæði fyrir umbreytinguna, en þó mun vatn hafa staðið þarna uppi á stöku stað í leysingum á vorin (1. mynd). Einnig hefur Jökulsá átt það til að senda kvísl í farvegina í krapastíflum á vetrum. Lindir við hraunjaðarinn munu ekki hafa verið áberandi fyrir breytinguna, en fyrr á öldum voru tjarnir á þessu svæði (Keldunes- og Hólstjarnir). Ekki hafa Skjálftavötnin fengið að vera alveg ótrufluð með sínu tæra lindarvatni, því Jökulsá hefur a. m. k. einu sinni (líklega oftar), náð að vaxa svo síðsumars að flætt hefur úr henni í vötnin svo að þau hafa orðið jökullit- uð. Mun það hafa truflað mjög landnám og framgengi lífsins í þeim. Síðan vötnin mynduðust vorið 1976 hafa þau fremur stækkað heldur en hitt, og vatnsmagn þeirra aukist. Mun nú tíðara að flæði yfir sandrifið, sem skilur vötnin tvö. Næstu stöðuvötn eru Víkingavatn í um 7 km fjarlægð, Arna- neslón í svipaðri fjarlægð og Ástjörn í um 9 km fjarlægð. Náttúrufræöingurinn 53 (3-4), bls. 149-159, 1984 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.