Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 39
árelda eftir séra Jón Steingrímsson, dagsett 4. júlí 1783, er varðveitt í Þjóð- skjalasafni (ísl. stjórnard. Isl. Journ. 9, fylgiskjal nr. 1438). Hún byrjar svo: „í svokölluðum Síðusveitarafrétti í fullu útsuðri af Síðujöklinum gaf sig til ein eldgjá eftir mikla jarðskjálfta þann 8da Junii næstliðna, dreif þá ösku og loðnu sandfalli yfir þessa sveit að spor- rækt varð á jörðu á þriðja dægri þar frá“. Það „loðna sandfall1', sem hér er nefnt er auðsæilega nornahár og mun þetta elsta plagg íslenskt, og raunar það elsta í veröldinni, sem nefnir þetta fyrirbæri. í annarri frásögn af Skaftár- eldum eftir séra Jón og Sigurð Ólafs- son klausturhaldara, dagsettri 24. ágúst, segir að í öskunni sem féll þ. 8. júní hafi verið „grá og íglittin hár, sem auðveidlega mátti mylja milli fingra“. Þar er og nefnt, að í regni 10. júní hafi verið öskusandur og hár. Þetta átti eftir að aukast svo um munaði nokkrum dögum síðar. I sínu klassíska riti: Fullkomið skrif um Síðueld, skrifar Jón Stein- grímsson: „14. /júní/ var logn, dreif hjer þá mikl- um sandi yfir allt með enn meiri hárum en vart varð við í fyrra regninu, þann 9., þau voru svarblá og íglittin að lengd og digurð sem selshár (sagt var úr þeim hefði prófast járn og koparbland); þau urðu ein breiða yfir jörðina og þar þau fjellu á eyðisanda og vindur komst und- ir þau, samanvöfðust þau í aflanga hola ströngla (Skýrslur um Skaptárgosin bls. 9-10). Þetta hár barst víða. í Þjóðskjala- safni er varðveitt frásögn Einars Björnssonar, prests á Klyppstað í Loð- mundarfirði 1775—1779, af ferð hans um Skaftafellssýslur sumarið 1783 (Landfógetastofa IV, 9, Bréfauppköst landfógeta 1761-1780). Klerkur kom austan að í Almannaskarð 14. júní og sá þá: „um suðurbyggðina svartbláan brenni- steinsreyk, sem ásamt með lyktinni auglýsti strax fyrir mér og öðrum elds- ins uppkomu". Einar kom til Sandfells í Öræfum 19. júní og þar náði honum embættis- bróðir hans, Vigfús Benediktsson prestur í Einholti á Mýrum 1775 — 1789. Prestarnir urðu samferða í Skaftafell 20. júní og daginn eftir yfir Skeiðarársand til Fljótshverfis. Að Klaustrinu komu þeir 23. júní. Séra Einar getur þess um ferð sína í bakaleið, að hann hafi farið austur yfir Hverfisfljót 6. ágúst og var þá „allt Fljótshverfið yfirdekkað af sand- falli og fólk laust orðið á öllum bæjum. Sauðfé um alla Síðu, en á milli nytlaust, horað og sumt dautt, sérdeilis af pest sem í selsháralíking hefur komið upp úr eldinum, um alla jörð, sand og aur, sem ég ei fyrstur tók vara á, suður á leið, er ég sá það á Sandgýjunum fyrir austan Núpsvötnin, samanhvirflað í smokkum af vindinum, og flutti þar af einn með mér suður til margra eftirsjónar svo að flestir brutu í því heilann, hvað vera mundi, landsphisicus Jón Sveinsson kallar það grjótlýju, sem solverast óhrunið frá hraungrýtinu, og fýkur síð- an í loft upp, með sandi og svælu“. Telja má næstum öruggt, að þeir Einar og Vigfús hafi hitt embættis- bróður sinn, séra Jón Steingrímsson. Lýsingar Jóns og Einars á nornahárinu eru það keimlíkar, að líklegt er að þeir hafi rætt saman um þetta undarlega fyrirbæri, sem þeir eru fyrstir til að lýsa, svo vitað sé. Þeir hárasmokkar, sem Einar klerkur sá austur á Sand- gígjum voru vafalítið úr gjóskuregninu þ. 14. júní og höfðu þá borist um 50 km frá eldstöðvunum. Heitið „grjót- lýja“, sem landlæknirinn notar, er lík- legast nafngift hans, því ólíklegt er að hinum hafi verið kunnugt um heiti á þessu fyrirbæri. Lýja er hár í merkingu um háraflækju, rofalýjur nefna Skaft- 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.