Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 61
2. mynd. Loftmynd af sama svæði tekin 2. sept. 1976 af Landmælingum íslands.
Skjálftavatnið (vötnin) er svart á myndinni og sker sig greinilega úr umhverfinu.
(Sáningarrákirnar eru hér orðnar fleiri og breiðari). Greinilega sést hvernig vesturkantur
vatnsins afmarkast af nokkuð beinum sigstalli, með stefnu NNA. Annar sigstallur liggur í
sömu stefnu austast á myndinni (þar sem sáningarrákirnar enda), en eftir þeirri sigdæld
rennur jökulvatn yfir í Skjálftavötn þegar miklir sumarvextir eru í ánni. (Landmælingar
fslands, birt með leyfi). — Aerial photo ofthe same place, taken Sept. 2nd 1976, after the
subsidence and formation of the lake. (Copyright (c) Landmœlingar íslands, reproduced
with permission.)
sást við landið. Magn hinna einstöku
lífvera var áætlað í stigum 1—5, en
engar beinar talningar voru gerðar.
Sýnin voru deydd í formalíni, og
skoðuð er heim kom, bæði undir víð-
sjá og smásjá.
SVIF OG REK
Þegar við fyrstu sýnatöku, 30. júní
1976, kom í ljós að mikið lífmagn og
furðu fjölbreytt var komið í vötnin,
einkum þó syðra vatnið, sem yfir
höfuð virðist vera mun frjósamara en
það ytra (líklega vegna þess að í það
151