Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 76
1. mynd. Horft til norðurs yfir jarðhitasvæðið í Fnjóskadal í nóvember 1980. Glögglega
má sjá hvernig snjórinn bráðnar af stóru svæði umhverfis laugarnar. Ef myndin prentast
vel má sjá gufurnar sem stíga upp frá laugunum og lengra til vinstri sést í mastur
jarðborsins Ýmis. — A view over the thermal area at Reykir in Fnjóskadalur. Note how the
snow melts off on a large area around the hot springs. (photo Ólafur Flóvenz).
straum mun betur en berg. Þar sem
vatnsinnihald í jörðu er hátt, mælist
lágt viðnám gegn rafstraumi. Því er
leitað að þeim stað þar sem viðnám er
lægst. Hins vegar er margt sem truflað
getur viðnámsmælingar þannig að
nauðsynlegt er að viðhafa fyllstu aðgát
við túlkun þeirra. Viðnám er mælt í
ohm-metrum, ohmm, og segir til um
hve vel rafstraumur kemst um bergið;
því fleiri ohmm þeim mun hærra við-
nám (þ. e. minna vatnsinnihald).
Að ofangreindum upplýsingum
fengnum er valinn álitlegasti jarðhita-
staðurinp á rannsóknarsvæðinu til
nánari skoðunar og borunar. Leitað er
að sprungu, gangi eða misgengi við
laugina sjálfa. Ef slík fyrirbrigði sjást
ekki með berum augum, t. d. vegna
þess að laugin kemur upp í lausum
jarðlögum, er þeirra leitað með mæl-
ingum. Segulmælingar, hitamælingar í
jarðvegi og sjálfspennumælingar hafa
verið notaðar til slíkrar leitar og á
alsíðustu árum einnig svonefndar við-
námssniðsmælingar.
Ef ekki tekst að fá áreiðanlegar upp-
lýsingar um halla gangsins eða sprung-
unnar, sem heita vatnið fylgir, er oft
reynt að finna hann með því að bora
grunnar holur (um 100 m djúpar) sitt-
hvoru megin við ganginn eða sprung-
una og mæla hitastig í þeim. Hitnar þá
jafnan örar með dýpi í þeirri holunni
sem nálgast vatnsleiðarann.
Þegar nægjanlega góð vitneskja hef-
ur fengist um legu gangsins eða
sprungunnar er boruð djúp vinnslu-
hola og henni valinn staður þannig að
hún hitti á ganginn á fyrirfram
166