Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1984, Blaðsíða 1

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1984, Blaðsíða 1
að miklu meira og talið hin merkasta lækningajurt og margra meina bót. Hér verður því tilgreint það sem segir um nytsemi þess til slíkra hluta í þrem- ur eldri bókum, að mestu orðrétt, en engin tilraun gerð til að leggja nokk- urn dóm á þær upplýsingar sem þar er að finna, enda er ég ekki fær um það. í „Lachanologiu", eða Mat-urta-bók Eggerts Ólafssonar (sjá Björn Hall- dórsson 1774) segir um hrútaberja- lyngið: Peirra berja má eins neyta til heilsu- bótar sem jarðarberja, í sykri saltaðra, þar þau bæta útbrot og stemma blóð, nasadreyra og lífsýki; blómið er vel lyktandi. I „Gras-nytjum" Björns Halldórs- sonar (1783) er langt mál um hrúta- berjalyng og þar segir m. a. að af skollareipunum ríði norskir bændur körfur, þegar þeir hafi áður hreinsað og reytt af þeim alla anga. Ennfremur segir: Þessi ber hafa góða lykt, styrkja hjartað og magann, gefa nýjan kraft veikum sóttlera manni og eru líka góð í móti skyrbjúgi. Þau eru einkar góð í móti heitri köldu, stilla lífsýki, lækna sár, munnfýlu og útslátt varanna, eins kláðaútbrot öll þegar þau eru kramin við lögð. Séu þau lögð yfir hársvörð, segja menn þau geri hárið svart, sem þar vex út af síðan. Vín sem á þeim stendur er hjartastyrkjandi, líka brenni- vín, og fær hvort tveggja þar af þægan smekk. Þessi ber eru góð holdsveikum mönnum og þeim sem hafa skyrbjúg; af þeim gerist sykrað jukk eða musl, sem haldið er mikið sælgæti. í „íslenzkri grasafræði" Odds Hjaltalíns (1830) er eftirfarandi upp- lýsingar að finna um nytsemi hrúta- berjalyngs: Ber þessi eru barkandi, kælandi, vessa- þynnandi, forrotnun mótstandandi. Þau eru því góð móti hjartveiki, lífsýki og skyrbjúgi. Mauk af berjunum tilbúið takist 2 teskeiðar í senn, 4 til 6 sinnum daglega, móti ofannefndum sjúkdóm- um. Af berjunum má dropa þannig til- búa: Tak af berjunum steittum eða mórðum 6 lóð, af sterku brennivíni 1 Vi pela, lát á flösku og set í heitan sand í 3 dægur, sía síðan hið þunna frá og geym. Af dropum þessum takist lítill mat- spónn 3svar daglega. Dropar þessir eru hjartastyrkjandi og maga, samt ágætir móti skyrbjúgi. Loks skal aftur vikið að því sem sagði hér að framan um renglur hrúta- berjalyngsins, og haft eftir „íslenskum sögum og sagnaþáttum" Guðna Jóns- sonar, að sú trú hafi verið á að fyndust svo langar renglur að vefja mætti með þeim búkinn, mætti lækna með þeim gigt- SKYLDAR TEGUNDIR Ættkvíslin Rubus er býsna stór, þó að ekki vaxi nema þessi eina tegund hennar villt hér á landi. Þannig segir í „Flora Europaea II" (af T. G. Tutin o. fl., 1968) að til hennar teljist 75 tegundir sem vaxa villtar í Evrópu, en þær skiftast mjög ójafnt á hinar fimm deiliættkvíslir sem hrútaberjalyngs- ættkvíslin skiftist í. Langstærst er sú sem heldur nafni ættkvíslarinnar og nefnist Rubus, eða 66 tegundir sem langflestar æxlast með geldæxlun, þ. e. mynda fræ án þess frjóvgun verði; þær skiftast svo aftur í aragrúa smátegunda og hefur um 2000 slíkum verið lýst í ýmsum ritum. Ein algeng- asta tegundin í grannlöndunum er Rubus fruticosus, brómber, runni með dökkfjólubláum-svörtum berjum sem vex í skógum og kjarri og er óskaplega breytileg, þ. e. ótal smátegundir hafa myndast. Til minnstu evrópsku deili- ættkvíslarinnar telst aðeins ein tegund, Rubus chamaemorus, harðgerð jurt sem vex í súrum mýrum langt norður fyrir heimskautsbaug í Norður-Evrópu og til fjalla í Mið-Evrópu, og á svipuð- 113

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.