Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 91
4. mynd. Hvítgæsaparið í Skógum. Kvenfuglinn (gæsin) liggur á en karlfuglinn (gassinn)
er fjær - The pair of white geese in northern lceland. Female incubating, the gander
standing guard. - Ljósm Jphoto: Björn Björnsson, maí (May) 1964.
(sjá 1. mynd). Hreiðrið var á móa-
rima, vöxnum hrísi og lyngi. Fimm egg
voru í því, dúnninn mjög ljós og slútti
hrís yfir. Samkvæmt símtali síðar (5.9.
1964) við Finn Guðmundsson, kvað
Haraldur engan hafa komið að hreiðr-
inu eftir að ég hafði verið þar. Ekkert
er því vitað um varpárangur sumarið
1964. Þetta sumar voru engin flóð í
Héraðsvötnum, sem kynnu að hafa
eyðilagt varpið.
Ég kom aftur í Skóga árið 1965 og
dvaldist á svæðinu dagana 7.-9. júní.
Önnur hvítgæsin sást strax fyrsta dag-
inn og var hún í fylgd grágæsa. Sást
hún ekki eftir það og var örugglega
ekki með hreiður í Skógum. Allt benti
til þess, að makinn væri ekki á svæð-
inu. Mér var þá ekki kunnugt um að,
hin gæsin hafði fundist dauð þetta
sama sumar, væntanlega fyrir 7. júní.
Mun hún hafa verið nýlega dauð, og
var talið, að gæsaskytta hefði grandað
henni. Á þessum árum bar talsvert á
því að skyttur sæktu á Skógana til
gæsaveiða á vorin, jafnvel fram í maí,
þrátt fyrir að gæsaveiðar séu ólöglegar
svo lengi frarn eftir vori. Upplýsing-
arnar um dauðu gæsina fékk ég hjá
Kristmundi Bjarnasyni á Sjávarborg,
konu hans Hlíf og dóttur þeirra Guð-
rúnu, þegar þessi grein var í undirbún-
ingi (bréf, dags. 11.1. 1982). Þau
mundu ekki hver hafði fundið dauðu
gæsina, en e. t. v. voru það sum-
arbörn frá Sjávarborg.
Árið 1966 dvaldi ég í Skógum 4,—
12. júní. Enn sást stök hvítgæs, og
varð hennar vart sérhvern dag, ávallt í
fylgd með grágæsum. Hún var rnjög
181