Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 36
upp vegna suðunnar í hraunpollinum.
Vindurinn, sem blés gegnum sletturnar
er þeyttust upp, reif úr þeim smá hnúða
og teygði úr þeim glerþræði með svip-
uðum hætti og gerist við venjulegan
glerblástur. Þessir fínu þræðir bárust
áfram fyrir vindinum þar til þyngri endi
þeirra dró þá niður og þá sneri vindur-
inn þeim þannig, að léttari endi þráð-
anna vissi í vindáttina. En yfirleitt var
sem einskonar ballast á hverjum þræði
sá litli hnúður, sem vindurinn dró út úr
hraunsprautinu".
Hálfri öld eftir að Dana virti fyrir
sér þessa Pelehársmyndun minnist
hann aftur á þessa gömlu athugun sína
og segir síðari athuganir hafa sannað,
að hann hafi haft rangt fyrir sér varð-
andi það að vindurinn myndaði Pele-
hárið. Athuganir annara hafi sannað,
að þræðirnir myndist við það að
hraunið þeytist upp og splundrist í
slettur, en þræðirnir myndast þegar
þær skiljast að og þáttur vindsins sé
eingöngu sá, að bera með sér þræðina
(Dana 1890, bls. 70-71).
Þessi leiðrétta lýsing Dana á mynd-
un Pelehárs telst enn rétt, sbr. eftirfar-
andi stuttorða og gagnorða skil-
greiningu tveggja eldfjallafræðinga
(Wentworth og Macdonald 1953, bls.
10) með mikla reynslu frá Hawaii:
„The threads of rock glass drawn out by
flying clots of molten lava during bubb-
ling or fountaining stages of volcanic
activity have long been known as Pele’s
hair".
Því má bæta hér við, að glerdropa,
sem myndast og oft eru á öðrum enda
Pelehárs, nefna frumbyggjar á Hawaii
Peletár, Waimaka o Pele. Varðandi
íslensk heiti á þessum fyrirbærum skai
þess getið, að í ritgerðinni Óbrinnis-
hólar lýsir Jón Jónsson (1974) Pelehári
í gjóskulagi í Óbrinnishólum vestur af
Undirhlíðum. Jón minnist þar á hawai-
isku heitin Pelehár og Peletár og skrif-
ar (á bls. 112):
„Ekki er mér kunnugt um hérlent heiti
á þessum hlutum, en ef til vill mætti
nefna þá nornaþráð, nornaþrœði og
nornatár. Væri þá haldið að nokkru
samræmi við hjátrúna frá Hawaii“.
Eins og síðar verður að vikið hefur
fyrirbærið Pelehár áður verið gefið ís-
lenskt heiti: grjótlýja, en ég er sam-
mála Jóni um að velja heiti er minni á
hið hawaiiska, en tel þá rökrænna og í
samræmi við nornatár að nefna pele-
hárið nornahár.
Pelehárinu lýsa þeir Wentworth og
Macdonald þannig í framhaldi af ofan-
greindri skilgreiningu (þýð. S. Þ.):
„Þessir þræðir eru venjulega jafnir að
þvermáli að heita má svo nokkrum
þumlungum skiptir, og verða stöku
sinnum „yard“ [91 cmj á lengd. Þver-
málið er venjulega á milli 0.01 og 0.10
mm, en getur verið meira. Mjóu þræð-
irnir eru tært, ljósgrænt gler. í grófari
þráðum eru bólur og vísar að krystalla-
myndun. Bólurnar eru stundum út-
þandar og belgja út þráðinn svo að
þvermál hans verður hálfur mm. Sumir
þræðirnir eru dregnir örfínum lang-
röndum og sýna vott af „anisotrop-
isrna,, í bergfræðismásjá, þegar horft er
gegnum bæði Nicol prismin".
Þess má geta, að til eru þeir fuglar á
Hawaii, sem gera sér hreiður úr norna-
hári (Judd 1881, bls. 71).
Ein er sú eyja í Indlandshafi, sem
kunn er fyrir myndun nornahárs. Hún
er ein af Maskareneyjum og lýtur
Frökkum, hét í eina tíð Ile Bourbon, í
annan tíma Ile Bonaparte, en síðan
1848 Réunion. Á henni er mjög virkt
eldfjall, Le Volcan. Það er í frásögur
fært, að þegar þetta eldfjall gaus 1821
hafi glerþræðir þakið alla eyna
(Humboldt 1858, bls. 411). Er þeim
sem þetta ritar ekki kunnugt um frá-
sagnir af eldri gosum erlendis, sem
myndað hafi Pelehár.
Víkjum þá að þriðju úthafseynni,
okkar eigin landi.
Stutt skýrsla um fyrsta hluta Skaft-
128