Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 92
5. mynd. Hvítgæsin á hreiðrinu í maí 1964. — The female white goose incubating.
Northern Iceland, May 1964. — Ljósm.Iphoto: Björn Björnsson.
stygg og hélt sig einkum á svæðinu
milli skurðanna (sjá 1. mynd). Var
hún örugglega ekki með hreiður,
nema það hafi misfarist áður en ég
kom á svæðið.
Á hverju ári 1967 til 1971, að 1970
undanskildu, dvaldi ég í Skógum um
varptímann, samtals 17 daga. Ekki
varð ég var við hvítgæsir á þeim tíma,
og hefur ekkert til þeirra spurst síðan.
Örðugleikar í tegundargreiningu
Eins og áður segir, lék vafi á, hvorri
hvítgæsartegundinni — snjógæs eða
mjallgæs — Skógafuglarnir tilheyrðu.
Fljótt á litið eru tegundirnar fjarska
líkar í útliti. Þótt mjallgæs sé um 40%
minni en snjógæs og hafi öllu léttara
yfirbragð, er örðugt að greina tegund-
irnar úti í náttúrunni, nema því meiri
reynsla sé fyrir hendi í þeim efnum.
Þar hjálpast ýmislegt að annað en
litarhátturinn. Gæsir eru yfirleitt
styggir fuglar, og í þessu tilfelli voru
athugendur allir óvanir tegundunum,
sem komu til greina, einkum mjallgæs.
Þó syrtir fyrst í álinn með tegundar-
greiningu, ef um kynblendinga milli
þessara tegunda er að ræða. Kyn-
blendingar eru algengari meðal anda
og gæsa en annarra fugla og eru þekkt-
ir milli mjall- og snjógæsa (Gray
1958). Bera kynblendingar einkenni,
sem eru einhvers staðar á milli móður-
tegundanna.
Ef tegundirnar eru skoðaðar í ná-
vígi, eru þær auðgreindar. Helstu
greiningareinkennin eru á hausi og
nefi, fyrir utan stærðarmuninn. Haus
mjallgæsar er ávalari en haus snjógæs-
ar, nefið miklu styttra, fínlegra og þrí-
hyrningslaga. Það er einnig alsett vört-
182