Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 60
1. mynd. Loftmynd af Ássandi í Kelduhverfi með farvegi Stórár (syðri skankinn) og
Kílfarvegi (Þórunnarselskíl). Smávegis vatnslæna rennur suðvestast á Sandinum. Ljósu
beinu rákirnar eru eftir sáningu Landgræðslunnar. (Myndin er tekin 28. ágúst 1960, af
Bandaríkjaher, Landmælingar íslands, birt með leyfi.) — Aerial photo of the place
where the lake formed, showing old river beds and straight lines where grasses have been
sawn on the sand. The photo was taken Aug. 28th 1960. Copyright (c) Landmœlingar
íslands, reproduced with permission.
Þar sem sýnt var að hér mundi vera
gullið tækifæri til að kanna landnám
lífvera í nýju umhverfi (lífvist) og
fylgjast með breytingum á samsetn-
ingu þeirra, var ákveðið um vorið
1976 að taka reglulega svif- og reksýni
úr vatninu næstu árin. Sumarið 1976
voru sýni tekin 30. júní, 9. og 30.
ágúst, og jafnframt var umhverfi vatn-
anna kannað nokkuð einkum með til-
liti til gróðurs, og upprek úr vatninu
skoðað. Sumarið 1977 voru sýni að-
eins tekin einu sinni, 9. ágúst, og 1978
tvisvar sinnum, en við heldur óhent-
ugar aðstæður. Sýnin voru tekin með
venjulegum svifháfi, frá töngum í
vatninu og oftast vaðið nokkuð út í
það. Einnig voru tekin reksýni úr út-
falli vatnanna. Engin botnlífssýni voru
tekin, en botninn skoðaður það sem til
150