Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 62
3. mynd. Vesturströnd Skjálftavatns syðra í gamla Stórárfarveginum við Keldunes, 9.
ágúst 1977. Strjáll sandgróður með grasi og hrossanál á bakkanum, en þannig mun botn
vatnsins einnig hafa verið víðast hvar. Froðan við bakkana bendir til mikillar frjósemi
vatnsins (næringarauðgi). — The west shore of the new lake,in the old river bed, with
sparse vegetation. (Ljósm./photo Helgi Hallgrímsson).
kemur mest af lindarvatninu). Vatnið
var grænlitað af þráðlaga grænþörung-
um af ættinni Zygnemaceae, kísilþör-
ungum af ættkvíslinni Synedra og ör-
smáum svipuþörungum, sem ekki
reyndist unnt að greina frekar. Tölu-
vert var einnig af þyrildýrum Euch-
lanis og Polyarthra) og krabbadýrun-
um Daphnia longispina, Chydorus
sphaericus og Cyclops spp. (aðallega
nauplius-stig). Við ströndina mátti
víða sjá iVoVoc-kúlur og þræði af Tetra-
spora, auk þess rastir af gulleitum
slímkenndum massa, sem var þéttset-
inn skordýraeggjum, líklega af ætt ryk-
mýs (Chironomidae). I upprekinu var
mikið af lirfu- og púpuhömum og
heilum púpum einhverra flugutegunda.
Heimamenn urðu varir við rykmýs-
sveima við vatnið þetta sumar.
Auðséð var að lífið hafði náð sér
snemma á strik í vötnunum um vorið,
enda tíðarfar fremur hagstætt, einkum
í júnímánuði, vötnin grunn og hafa því
hitnað fljótt af sólinni, en auk þess
mun streymi á jarðhitavatni hafa verið
allmikið á þessum tíma.
Næst þegar sýni voru tekin, 9. ágúst,
höfðu orðið mikil umskipti á lífríki
vatnanna. Syðra vatnið var nú morað
(grænleitt) af grænþörungunum Oe-
dogonium og Paulschulzia pseudovol-
vox. Síðarnefnda tegundin myndar
smákúlur úr hlaupkenndu efni (minnir
á Volox), en af þeim þörungum sem
mest var af um vorið sást varla tangur
152