Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 95
7. mynd. Hvítgæsaparið í Skógum í maí 1964. - The pair of white geese in northern
Iceland, May 1964. - Ljósm./p/íoío.'Björn Björnsson.
andagörðum, einkum snjógæsir (sjá
t. d. British Ornithologists’ Union
1971). Upp úr 1960 fór að verða æ
algengara, að snjógæsir slyppu úr
haldi (Macmillan o.fl. 1963, Andrew
1965). Þess vegna hefur lengi verið
erfitt að segja til um, hvað væru villtir
fuglar og hverjir upprunnir í anda-
görðum (sjá British Ornithologists’
Union 1971). Þetta er mjög bagalegt,
þegar lifnaðarhættir tegunda eru kann-
aðir, og sýnir hvernig flutningar fugla
frá upprunalegum heimkynnum geta
haft óæskilegar afleiðingar. Svipaðir
flutningar áttu sér stað 1956 og 1957,
þegar endur voru fluttar frá Mývatni á
Tjörnina í Reykjavík (Finnur Guð-
mundsson 1962). Við þessa flutninga
breyttist talsvert upprunalegt fuglalíf
höfuðborgarsvæðisins.
Mjallgæsir voru miklu sjaldgæfari
en snjógæsir í andagörðum Evrópu um
1960 (Swaine 1962). Eigendur gættu
mjallgæsanna betur, enda voru þær
mun verðmeiri. Þó er vitað um þrjár
mjallgæsir sem sluppu úr haldi í Bret-
landi árið 1961 (Macmillan o. fl.
1963).
Á árunum 1961 — 1964 sáust hvítgæs-
ir víða um Skotland. Talsverðar
vangaveltur áttu sér stað meðal
skoskra fuglaskoðara um uppruna
þessara gæsa, hvort þeir væru villtar
eða úr skemmtigörðum, hvort þetta
væru mjallgæsir eða snjógæsir. Ríkti
mikil ringulreið í þessum efnum. Til
dæmis sást eitt hvítgæsapar veturinn
1961/1962 (Macmillan o. fl. 1963) og
aftur veturinn eftir (Crawford o. fl.
1963). Þetta par þekktist á því, að
stærri fuglinn (karlfuglinn) var merkt-
ur á hægri fæti en sá minni á þeim
185