Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 41
safnaði upplýsingum um gjóskufallið.
í frásögn sinni af þeirri ferð skrifar
hann (Þorvaldur Thoroddsen 1913,
bls. 35):
„Pegar gaus á Mývatnsöræfum 1875 og í
Öskju, komu tvisvar öskugusur yfir Fjalla-
sveit og einu sinni rigndi móleitum
glerþráöum, og voru sumir þeirra alin á
lengd“
í Lýsingu íslands skrifar hann (Þor-
valdur Thoroddsen 1911) um gosið í
Dyngjufjöllum 1875 á bls. 104:
„ . . . dreifðist og víða um Fjallasveit og
Möðrudalsöræfi mikið af glerþráðum, er
líktust hrosshári og voru alt að því alin á
lengd“.
En í eldfjallasögu sinni á bls. 205
skrifar Þorvaldur Thoroddsen (1925),
að 29. mars 1875 hafi tvisvar fallið
„eitthvað af ösku á Grímsstöðum
nærri Jökulsá og þar á meðal mikið af
samflæktum brúnum glerþráðum, sem
flutu á vatninu, voru allt að alin á
lengd og líktust grófu hrosshári“ (þýð.
S. Þ.). En bæði er það, að Grímsstaðir
liggja alllangt norður af gjóskugeiran-
um úr gosinu 1875 og ekki er vitað
annað dæmi þess að nornahár hafi
myndast í súru gosi. Virðist nokkuð
öruggt að álykta, að hér sé um ein-
hvern rugling að ræða og að
nornahársmyndunin hafi raunverulega
verið í Sveinagjárgosinu 1875, enda
stangast sú ályktun ekki á við elstu
heimildina, í Ferðabókinni frá 1913.
Það er svo annað mál, að í ljósi nýj-
ustu þekkingar á gosum á sprungu-
sveimum er litið á Sveinagjárgosið
sem þátt af Öskjugosinu.
Þótt undarlegt megi virðast var gos-
ið í Vikraborgum í Öskju haustið 1961
fyrsta flæðigosið, sem íslenskir nátt-
úrufræðingar litu augum. Á fyrsta degi
þess goss, 26. október, myndaðist dá-
lítið af glernálum, sem voru flestar í
grófasta lagi til að geta kallast norna-
hár (Sigurður Þórarinsson 1968, bls.
20), en það var ekki fyrr en 21. ágúst
1966, sem íslenskir jarðvísindamenn
verða fyrst sjónarvottar að norna-
hársmyndun í stórum stíl.
Tveimur dögum áður hafði hraun-
gos byrjað í Surtsey að nýju eftir rúm-
lega 2Vi árs hlé. Þetta gos var á
sprungu sunnan í því sem þá var eftir
af eldri gjallgígnum í Surtsey, Surti
eldra, sem hætt hafði að gjósa í janúar-
lok 1964. Þetta hraungos var á
sprungu, um 220 m langri, með stefnu
N10°A og lá hún í miðju gamla gígsins
upp að og dálítið uppeftir norðurvegg
hans. Þ. 21. ágúst voru þrír gígar í
gangi á sprungunni, tveir þeirra nyrstu
nærri samvaxnir og höfðu hlaðið upp
bröttum kleprakeilum. Hraunrennslið
var þennan dag áætlað 5—10 m3/sek.
Sem við stóðum nokkrir saman utan
við Pálsbæ norðan á eynni, er klukkan
var eitthvað á öðrum tímanum eftir
hádegi, tókum við allt í einu eftir því,
að kominn var einhver annarlegur
litur á efsta hluta gígveggjar Surts
yngra, sem er í suður frá Pálsbæ. Við
nánari athugun sást að urmull af
gráum flygsum barst undan vindi á ská
niður eftir gíghlíðinni í vest-norð-vest-
ur átt og áður en mínúta var liðin
höfðu flygsurnar borist alla leið í sjó
vestan hólsins, sem Pálsbær stendur
við. Var sem flygsurnar rúlluðu áfram
undan vindinum og mynduðu vöndla,
þá stærstu líklega hátt upp í hálfan
metra að lengd. Þetta stóð ekki yfir
nema fáar mínútur, þá hættu flygsurn-
ar skyndileg að berast yfir gígbarmana
og á örstuttri stundu voru allar flygsur
horfnar í sjó út og aðeins dreif hára
eftir. Smá sýni er varðveitt á Náttúru-
fræðistofnun.
Svo vel vildi til, að einn þeirra er
dvöldust í Surtsey þennan dag, Ævar
Jóhannesson ljósmyndari, var staddur
við hraungígana í Surti eldra meðan á
131