Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 41
safnaði upplýsingum um gjóskufallið. í frásögn sinni af þeirri ferð skrifar hann (Þorvaldur Thoroddsen 1913, bls. 35): „Pegar gaus á Mývatnsöræfum 1875 og í Öskju, komu tvisvar öskugusur yfir Fjalla- sveit og einu sinni rigndi móleitum glerþráöum, og voru sumir þeirra alin á lengd“ í Lýsingu íslands skrifar hann (Þor- valdur Thoroddsen 1911) um gosið í Dyngjufjöllum 1875 á bls. 104: „ . . . dreifðist og víða um Fjallasveit og Möðrudalsöræfi mikið af glerþráðum, er líktust hrosshári og voru alt að því alin á lengd“. En í eldfjallasögu sinni á bls. 205 skrifar Þorvaldur Thoroddsen (1925), að 29. mars 1875 hafi tvisvar fallið „eitthvað af ösku á Grímsstöðum nærri Jökulsá og þar á meðal mikið af samflæktum brúnum glerþráðum, sem flutu á vatninu, voru allt að alin á lengd og líktust grófu hrosshári“ (þýð. S. Þ.). En bæði er það, að Grímsstaðir liggja alllangt norður af gjóskugeiran- um úr gosinu 1875 og ekki er vitað annað dæmi þess að nornahár hafi myndast í súru gosi. Virðist nokkuð öruggt að álykta, að hér sé um ein- hvern rugling að ræða og að nornahársmyndunin hafi raunverulega verið í Sveinagjárgosinu 1875, enda stangast sú ályktun ekki á við elstu heimildina, í Ferðabókinni frá 1913. Það er svo annað mál, að í ljósi nýj- ustu þekkingar á gosum á sprungu- sveimum er litið á Sveinagjárgosið sem þátt af Öskjugosinu. Þótt undarlegt megi virðast var gos- ið í Vikraborgum í Öskju haustið 1961 fyrsta flæðigosið, sem íslenskir nátt- úrufræðingar litu augum. Á fyrsta degi þess goss, 26. október, myndaðist dá- lítið af glernálum, sem voru flestar í grófasta lagi til að geta kallast norna- hár (Sigurður Þórarinsson 1968, bls. 20), en það var ekki fyrr en 21. ágúst 1966, sem íslenskir jarðvísindamenn verða fyrst sjónarvottar að norna- hársmyndun í stórum stíl. Tveimur dögum áður hafði hraun- gos byrjað í Surtsey að nýju eftir rúm- lega 2Vi árs hlé. Þetta gos var á sprungu sunnan í því sem þá var eftir af eldri gjallgígnum í Surtsey, Surti eldra, sem hætt hafði að gjósa í janúar- lok 1964. Þetta hraungos var á sprungu, um 220 m langri, með stefnu N10°A og lá hún í miðju gamla gígsins upp að og dálítið uppeftir norðurvegg hans. Þ. 21. ágúst voru þrír gígar í gangi á sprungunni, tveir þeirra nyrstu nærri samvaxnir og höfðu hlaðið upp bröttum kleprakeilum. Hraunrennslið var þennan dag áætlað 5—10 m3/sek. Sem við stóðum nokkrir saman utan við Pálsbæ norðan á eynni, er klukkan var eitthvað á öðrum tímanum eftir hádegi, tókum við allt í einu eftir því, að kominn var einhver annarlegur litur á efsta hluta gígveggjar Surts yngra, sem er í suður frá Pálsbæ. Við nánari athugun sást að urmull af gráum flygsum barst undan vindi á ská niður eftir gíghlíðinni í vest-norð-vest- ur átt og áður en mínúta var liðin höfðu flygsurnar borist alla leið í sjó vestan hólsins, sem Pálsbær stendur við. Var sem flygsurnar rúlluðu áfram undan vindinum og mynduðu vöndla, þá stærstu líklega hátt upp í hálfan metra að lengd. Þetta stóð ekki yfir nema fáar mínútur, þá hættu flygsurn- ar skyndileg að berast yfir gígbarmana og á örstuttri stundu voru allar flygsur horfnar í sjó út og aðeins dreif hára eftir. Smá sýni er varðveitt á Náttúru- fræðistofnun. Svo vel vildi til, að einn þeirra er dvöldust í Surtsey þennan dag, Ævar Jóhannesson ljósmyndari, var staddur við hraungígana í Surti eldra meðan á 131
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.