Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1984, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1984, Blaðsíða 32
Jarðsil í Pétursey Rétt sunnan við hringveginn þar sem hann liggur um Mýrdal, milli Dyr- hólahverfis og Sólheimasands, trónir Pétursey í flatneskjunni. Pétursey er úr móbergi og að öllum líkindum mynduð við gos á grunnsævi og rís hæst í 284 m. Á myndinni, sem er tekin frá vegin- um, sjást láréttar rendur í jarðvegin- um sunnan í Pétursey. Þessar rendur myndast við að jarðvegurinn silast hægt niður undan hallanum og er fyrir- brigðið því nefnt „jarðsil" (solifiucti- on). Jarðsil er það nefnt þegar vatns- mettaður jarðvegur sígur af þunga sín- um undan halla, stundum á frosnu undirlagi. Pá myndast jarðsilsþrep, sem eru eins og breiðar tröppur í hlíð- um fjalla. Mjög algengt er að sjá jarð- silsþrep í hlíðum fjallanna í Mýrdal og undir Eyjafjöllum. Þrepin eru um einn metri á breidd og hæð þeirra 50—60 cm. Hraði jarðsils hefur ekki verið mældur hérlendis svo mér sé kunnugt, en fróðlegt væri að fá mælingar á sil- hraðanum í Pétursey. Það er ekki alltaf að jarðsil myndi lárétt þrep því stundum má sjá jarð- veginn mynda litlar bungur, rétt eins og öldur séu að renna niður hallann; er það nefnt jarðsilstungur. Öldur þessar eru um 5—10 m breiðar og fremst allt að metri á þykkt. Einkum hef ég séð slíkar öldur hærra til fjalla, en slíkt er vafalaust staðbundið. Helgi Torfason *i 1. mynd. Jarðsil sunnan í Pétursey í Rangárvallasýslu. — Solifluction in the southern slopes of Pétursey mountain, Southern Iceland. (Ljósm. Helgi Torfa- son). Náttúrufræðingurinn 53 (3-4). bls. 160, 1984 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.