Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 70
Jarðsil í Pétursey
Rétt sunnan við hringveginn þar
sem hann liggur um Mýrdal, milli Dyr-
hólahverfis og Sólheimasands, trónir
Pétursey í flatneskjunni. Pétursey er
úr móbergi og að öllum líkindum
mynduð við gos á grunnsævi og rís
hæst í 284 m.
Á myndinni, sem er tekin frá vegin-
um, sjást láréttar rendur í jarðvegin-
um sunnan í Pétursey. Þessar rendur
myndast við að jarðvegurinn silast
hægt niður undan hallanum og er fyrir-
brigðið því nefnt „jarðsil" (soliflucti-
on). Jarðsil er það nefnt þegar vatns-
mettaður jarðvegur sígur af þunga sín-
um undan halla, stundum á frosnu
undirlagi. Þá myndast jarðsilsþrep,
sem eru eins og breiðar tröppur í hlíð-
um fjalla. Mjög algengt er að sjá jarð-
silsþrep í hlíðum fjallanna í Mýrdal og
undir Eyjafjöllum. Þrepin eru um einn
metri á breidd og hæð þeirra 50-60
cm. Hraði jarðsils hefur ekki verið
mældur hérlendis svo mér sé kunnugt,
en fróðlegt væri að fá mælingar á sil-
hraðanum í Pétursey.
Það er ekki alltaf að jarðsil myndi
Iárétt þrep því stundum má sjá jarð-
veginn mynda litlar bungur, rétt eins
og öldur séu að renna niður hallann;
er það nefnt jarðsilstungur. Öldur
þessar eru um 5-10 m breiðar og
fremst allt að metri á þykkt. Einkum
hef ég séð slíkar öldur hærra til fjalla,
en slíkt er vafalaust staðbundið.
Helgi Torfason
1. mynd. Jarðsil sunnan í Pétursey í Rangárvallasýslu. — Solifluction in the
southern slopes of Pétursey mountain, Southern Iceland. (Ljósm. Helgi Torfa-
son).
Náttúrufræðingurinn 53 (3-4), bls. 160, 1984
160