Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 18
m hæð í Hafrahvömmum við Jökulsá á Dal (Hjörleifur Guttormsson o. fl. 1981). Á Norðurlandi vaxa þau ofan 400 m hæðar í austurhlíðum Dalfjalls í Mývatnssveit (eigin athugun), á Austurlandi í um 450 m hæð við Hóls- ups á Fljótsdalsheiði (Hjörleifur Gutt- ormsson o. fl. 1981) og á Suðaustur- landi í 400—450 m hæð í Víðidal í Lóni (Steindór Steindórsson 1938). Á öllum þessum stöðum vex hrútaberjalyng í gróskulegum gras- og blómlendis- gróðri, sums staðar nokkuð blönduð- um lyngi eða víði og jafnvel fjalldrapa, á einum stað eini og á öðrum birki. Önnur lönd: Hrútaberjalyng vex í Norður- og Mið-Evrópu og nær þaðan austur eftir norðurhluta miðhálendis Asíu til Norður-Japans; ennfremur er það þekkt frá örfáum vaxtarstöðum á Suðaustur-Grænlandi en hefur hvorki fundist á vestanverðu Grænlandi, á meginlandi Norður-Ameríku né á eyjunum nyrst í Kanada (Tyge W. Böcher o. fl. 1978; Eric Hultén 1958). I Evrópu vaxa hrútaberin suður að Alpafjöllum og eftir frönsku Ölpunum suður að Miðjarðarhafi, en vantar á láglendinu vestast í Mið-Evrópu; þar að auki vaxa þau í Pyreneafjöllum, í Appenínafjöllum á Italíu, suður eftir fjöllum Balkanskaga til norðurhluta Grikklands, einnig suður eftir öllum Karpatafjöllum. Þá vex hrútaberja- lyng í Kákasusfjöllum og til fjalla í norðausturhluta Litlu-Asíu. Loks vex það á ýmsum stöðum í fjöllum bæði norðan og sunnan aðalútbreiðslusvæð- is þess um miðbik og í austanverðri Asíu, t. d. í Altaifjöllum og Himalaja- fjöllum (Eric Hultén 1958; Gustav Hegi 1961). Vaxtarstaðir hrútaberjalyngsins í öðrum löndum Evrópu eru að nokkru leyti frábrugðnir þeim íslensku. í ýms- um ritum er tekið fram að það vaxi í hálfþurrum jarðvegi, stundum innan um grjót og klappir eða í kalkauðug- um jarðvegi, en oftast í skógum og kjarri, ýmist lauf- eða barrskógum, jafnvel í rökum laufskógum, og sé al- gengara til fjalla en á láglendi (A. R. Clapham o. fl. 1962; P. Fournier 1946; Kjeld Hansen o. fl. 1981; Johannes Lid 1963; William Mullenders 1967; Erich Obendorfer 1962; O. Schmeil og J. Fitschen 1949). í fjöllum Skandina- víu vex það upp í 1500 m hæð í Jotun- heimen í Noregi (Johannes Lid 1963), í frönsku Ölpunum í allt að 2300 m hæð (P. Fournier 1946) og í svissnesku Ölpunum í allt að 2350 m hæð (Schinz og Keller 1909). NYTSEMI Á síðari árum hafa menn hér á landi ekki haft ýkja mikil not af hrútaberja- lyngi. Ávöxturinn, samaldinið, með fáum aðskildum, rauðgljáandi, smá- steinaldinum með súrsætu bragði hef- ur þó alltaf eitthvað verið notaður til átu, einkum þar sem menn hafa verið staddir í berjamó og stungið upp í sig einu og einu hrútaberi til tilbreytingar frá áti hinna algengari berja. Eitthvað tína menn líka af hrútaberjum og flytja með sér heim og sjóða úr þeim hlaup eða sultu, en það er lítið aldin- kjöt í hverju steinaldini því að steinninn er stór og eftirtekjan því heldur rýr þó að talsvert sé tínt. Við það bætist svo sú staðreynd, að hrúta- berjalyngið ber sjaldnast svo mikið af berjum að önnur eins uppgrip fáist af þeim á nokkrum stað og geta verið af aðalbláberjum, bláberjum og kræki- berjum, þegar vel árar. Nytsemi hrúta- berja er því engan veginn sambærileg við þær berjategundir. Hrútaberja- lyngið sjálft með sínum stóru blöðum er talin þokkaleg beitarjurt, einkum fyrir sauðfé (Torfi Bjarnason 1897). Áður fyrr var hrútaberjalyngið þó not- 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.