Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 5
2. mynd. Afstöðumynd, sem
sýnir stærstu drættina í jarð-
fræði svæðisins næst Holtum í
Biskupstungum. - A sketch
map of the main geological
features of the Holt area.
sem slakkinn er breiðastur. Einnig
munu hafa verið vandræði með stóra
niðurfallið á bak við bæjarstæðið (á
miðsprungunni). Nautgripir vildu fara
þar ofan í, svo að settar voru báru-
járnsplötur í botninn á því. Dýpið á
niðurfallinu, sem gefið var hér að
ofan, er því lágmarks dýpt.
ALDURSPRUNGUNNAR
Ekki eru til neinar skriflegar heim-
ildir um hvenær sprunga þessi hefir
myndast. Brynjúlfur Jónsson (1905)
getur þess, að hún hafi rifnað upp í
jarðskjálftanum 1896 en sárið verið
farið að gróa upp þegar hann var þar á
ferð sumarið 1904. Þorvaldur Thor-
oddsen (1899—1905) getur þess ekki,
að sprungur hafi opnast í Biskupstung-
um í þeim skjálfta. Samanburður við
aðrar sprungur frá 1896 og einnig orð
Brynjúlfs um, að sprunga hafi verið
þar fyrir, bendir til að hún sé gömul,
enda er þykkur jarðvegur yfir henni.
Einar J. Helgason, fyrrum bóndi í
Holtakotum, skrifaði jarðar- og ábú-
103