Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 16
4. mynd. Samanburður á fjölda þriggja algengra skordýralirfuhópa í náttúrlegu og miðluðu vatni (þeim sömu og á 3. mynd). (Mynd úr Grimás 1965). — Comparison of numbers of three common insect larvae in natural and impounded lakes (the same as in Fig. 3). Áhrif á fiska Áhrif á fiska eru margvísleg og flók- in. í fyrsta lagi má nefna að sumar tegundir, eins og t.d. urriði, hrygna á grunnu vatni, ef þeir hrygna í vötn- unum sjálfum, en annars hrygnir urr- iðinn mest í ám og lækjum sem renna til vatnanna eða í útfalli þeirra. Hrygn- ing á strandsvæðunum misferst að miklu leyti í miðluðum vötnum. í öðru lagi heggur miðlunin nærri fæðudýrum þeirra fiska sem halda sig við strönd- ina. Þær tegundir sem þannig eru rændar lífsviðurværi sínu leita á önnur mið eða farast ella. Með því að breyta fæðuvali sínu lenda þær í árekstrum við aðrar tegundir sem annars yrðu fyrir litlum búsifjum af miðluninni. Tökum sem dæmi bleikju og urriða. Þær tegundir hafa svipað fæðuval ef þær eru einar um hituna í sitt hvoru vatninu. Þær lifa þá ýmist af botndýr- um eða svifdýrum, allt eftir því hvað er auðveldast að hafa magafylli úr í hvert skipti. Um leið og þær lenda í samkeppni kemur í ljós mismunandi sérhæfing þeirra við fæðunám. Bleikjunni gengur mikið betur við svif en urriðanum, sem aftur nýtur sín bet- ur með botndýr og fisk sem fæðu. Ef urriði og bleikja eru saman í vatni sem síðan er miðlað, bíður urr- iðinn hnekki, bæði vegna erfiðari hrygningarskilyrða og þó einkum vegna samdráttar í botndýrafánunni. Bleikjan stendur hins vegar ágætlega að vígi, þar sem miðlunin hefur yfir- leitt jákvæð áhrif á sviflífverur, a.m.k. til að byrja með, og þegar til lengdar lætur minnkar svifið ekki miðað við það sem var fyrir miðlun. Hvað varðar samkeppni bleikju og urriða, sem hef- ur mesta þýðingu hérlendis, þá sýnir 5. mynd dæmi um samlyndi þeirra við mismunandi aðstæður. Fyrir miðlun vatnsins var sá munur helstur á bleikju og urriða, að bleikjan sneri sér að dýrasvifi yfir sumarið en ýmis botndýr 114
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.