Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 16
4. mynd. Samanburður á fjölda þriggja algengra skordýralirfuhópa í náttúrlegu og
miðluðu vatni (þeim sömu og á 3. mynd). (Mynd úr Grimás 1965). — Comparison of
numbers of three common insect larvae in natural and impounded lakes (the same as in
Fig. 3).
Áhrif á fiska
Áhrif á fiska eru margvísleg og flók-
in. í fyrsta lagi má nefna að sumar
tegundir, eins og t.d. urriði, hrygna á
grunnu vatni, ef þeir hrygna í vötn-
unum sjálfum, en annars hrygnir urr-
iðinn mest í ám og lækjum sem renna
til vatnanna eða í útfalli þeirra. Hrygn-
ing á strandsvæðunum misferst að
miklu leyti í miðluðum vötnum. í öðru
lagi heggur miðlunin nærri fæðudýrum
þeirra fiska sem halda sig við strönd-
ina. Þær tegundir sem þannig eru
rændar lífsviðurværi sínu leita á önnur
mið eða farast ella. Með því að breyta
fæðuvali sínu lenda þær í árekstrum
við aðrar tegundir sem annars yrðu
fyrir litlum búsifjum af miðluninni.
Tökum sem dæmi bleikju og urriða.
Þær tegundir hafa svipað fæðuval ef
þær eru einar um hituna í sitt hvoru
vatninu. Þær lifa þá ýmist af botndýr-
um eða svifdýrum, allt eftir því hvað
er auðveldast að hafa magafylli úr í
hvert skipti. Um leið og þær lenda í
samkeppni kemur í ljós mismunandi
sérhæfing þeirra við fæðunám.
Bleikjunni gengur mikið betur við svif
en urriðanum, sem aftur nýtur sín bet-
ur með botndýr og fisk sem fæðu.
Ef urriði og bleikja eru saman í
vatni sem síðan er miðlað, bíður urr-
iðinn hnekki, bæði vegna erfiðari
hrygningarskilyrða og þó einkum
vegna samdráttar í botndýrafánunni.
Bleikjan stendur hins vegar ágætlega
að vígi, þar sem miðlunin hefur yfir-
leitt jákvæð áhrif á sviflífverur, a.m.k.
til að byrja með, og þegar til lengdar
lætur minnkar svifið ekki miðað við
það sem var fyrir miðlun. Hvað varðar
samkeppni bleikju og urriða, sem hef-
ur mesta þýðingu hérlendis, þá sýnir 5.
mynd dæmi um samlyndi þeirra við
mismunandi aðstæður. Fyrir miðlun
vatnsins var sá munur helstur á bleikju
og urriða, að bleikjan sneri sér að
dýrasvifi yfir sumarið en ýmis botndýr
114