Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 18
tilfelli og yfirleitt þegar vötn eru tekin til miölunar. AÐGERÐIR GEGN ÁHRIFUM MIÐLUNAR Ýmislegt hefur verið reynt til að milda áhrif af vatnsborðsbreytingum. Þar á meðal má nefna fyrirhleðslur á strandsvæðum til að halda uppi vatni. Mikilvægastar eru þó tilraunir með að flytja dýr milli vatna. Þar er um að ræða ýmis krabbadýr, sem eru hálf- botnlæg (semibenthic), þ.e. dýr sem ekki eru beinlínis háð botninum sem búsvæði. Langmest hefur kveðið að flutningi svonefndrar pungrækju (Mysis relicta) milli vatna. Skyldar teg- undir í sjó hafa verið nefndar agnir (ögn), sem kann að vera lýsandi fyrir tegundir sem eru smæstar meðal skyldra í sjó. í vötnum er Mysis hins- vegar meðal stærstu krabbadýra og því villandi að kenna hana við agnir. Nafnið pungrækja höfðar til útlitsins. Pungrækjan er nk. nátttröll frá síðasta jökulskeiði. Talið er að þegar ísfarg- inu létti og láglendi Skandinavíu lyftist úr sæ (Baltíska hafinu) hafi pungrækj- una dagað uppi í stóru láglendisvötn- unum og smám saman aðlagast fersk- vatni eftir því sem seltan minnkaði. Samsvarandi atburðarás hefur átt sér stað í N-Ameríku, þar sem pungrækj- an er einnig algeng. Pungrækjan hefur nú verið flutt í mörg miðlunarlón í Svíþjóð (sjá yfirlit Fúrst 1981). Blásjön var eitt af fyrstu miðluðu vötnunum, sem hún var flutt í og eitt best rannsakaða tilfellið í Sví- þjóð. Svo sem sjá má neðst á 5. mynd virðist pungrækjan verulegur bú- hnykkur fyrir silungana, einkum á vet- urna og fram eftir vori. Tilgangurinn með því að flytja pungrækjuna í miðlunarlón var að reyna að finna dýr sem gæti fyllt skarð það sem miðlunin hafði höggvið í botndýrafánuna. Pungrækjan var valin þar sem hún lifði í sjálfum vatnsboln- um (pelagial) og við botn á miklu dýpi. Gagnsemin var talin í því fólgin, að pungrækjn gæti breytt hinni lífrænu framleiðslu, sem álitin var úr leik frá sjónarhóli fiskframleiðslu, í verðmætt fiskfóður. Lítið gagn yrði að henni ef hún tæki einungis upp samkeppni við önnur dýr, þannig að tilvera hennar yrði á kostnað annarra verðmætra tegunda. Reynt er að hafa strangt eftirlit með tegundaflutningum af þessu tagi milli vatna, og talsverðar rannsóknir eru stundaðar á áhrifum þeirra. í köldu miðlunarvötnunum hefur pungrækjan gjarnan breytt nokkuð lifnaðarháttum sínum miðað við það sem var í láglend- isvötnunum. Mun meira ber á henni á grunnu vatni þar en menn áttu að venjast. Rannsóknir á pungrækjunni benda til að hún sé alæta, en lifi þó mikið á smákröbbum, þar sem þá er að hafa. Niðurstöður eru nokkuð mis- munandi varðandi samlyndi pung- rækju og fæðudýra hennar meðal krabbadýra. Má vera að það sé vegna þess að mislangt sé í einhverskonar jafnvægi, sem pungrækjan og fæðudýr hennar hljóta að finna fyrr eða síðar. Til eru dæmi þess að pungrækjan hafi fyrst og fremst valdið fækkun smærri tegunda (Kinsten og Olsen 1981), en í öðrum tilfellum virðist fækkun vatnsflóa (Cladocera) í svifi nokkuð almenn (Morgan o.fl. 1981 og Langeland 1981). Vafalítið er því þannig varið að pungrækjan, líkt og fleiri skyld rándýr, á auðveldar með að ná vatnsflóm en stökkkröbbum (Cop- epoda), og tekur þá vatnsflær meðan eitthvað er að hafa af þeim, en annars stökkkrabba (Lasenby og Fúrst 1981). Þar sem pungrækjan sækir mikið inn á grunnt vatn verða fleiri en svifdýr fyrir 116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.