Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 19
barðinu á henni, eins og t.d. Eurycerc- us lamellatus „linsufló" (Fiirst o.fl. 1981), sem aðallega heldur til við botn. Ávinning af þessum tilraunum er því líklega helst að hafa í miðlunarlón- um þar sem pungrækjan gæti komið í stað botndýra sem fæða fiska á þeim tíma sem svifdýr eru fá. Ýmsar líkur benda til að ormasýk- ing geti haft mjög mikil áhrif á afkomu fiska, t.d. bleikju (sjá m.a. Henricson 1980). Fiskar eru yfirleitt millihýslar í þroskahringrás þessara dýra ásamt krabbadýrum, fyrst og fremst stökk- kröbbum. Á ráðstefnu um bleikju, sem hér var haldin í september 1982 lagði Hammar (1983) fram gögn sem benda til þess að í vötnum með pung- rækju dragi svo mjög úr þessari sýk- ingu bleikjunnar, að hún ætti ekki að þurfa að líða fyrir hana lengur svo neinu nemi. Fetta má skýra þannig að með tilkomu pungrækjunnar hætti bleikjan að sækja í stökkkrabba, sem er oft aðalfæða hennar yfir veturinn, á meðan vatnsflær eru gjarnan í dvala. Þar með er hringurinn rofinn og um leið útbreiðslumöguleikar sníkilsins (sjá ennfremur Curtis 1983). Einnig mætti nefna pungrækjunni til fram- dráttar að meira ber yfirleitt á rauða litnum í fiskinum eftir innflutning hennar en fyrr. Tilraunir hafa verið gerðar með flutning ýmissa annarra krabbadýra, svo sem Pallasea quadrispinosa og Gammaracanthus lacustris og hefur það sums staðar borið árangur, en rannsóknir á þeim hafa verið minni (Fúrst 1981). MIÐLUNARLÓN Á ÍSLANDI Varla er hægt að tala um önnur eiginleg miðlunarlón en Þórisvatn og Stífluvatn í Fljótum (tafla 1). Stíflu- vatn var myndað 1945, en engar rann- sóknir hafa farið fram á því. Þóris- vatnsmiðlun var tekin í notkun á árun- um 1972 til 1974. og fylgst hefur verið með framvindu svifsins í því vatni af og til síðan 1974. Þá þegar var miðlun vatnsins hafin, og lítið hægt að fullyrða um hvort svifið hefði breyst frá því sem var fyrir miðlun. Af rannsóknum á urriðastofninum 1973 má ráða, að fyrir miðlun muni strandsvæðin hafa séð urriðanum fyrir mat, sem var aðal- lega rykmýslirfur (Chironomidae) og vatnasamlokur (Pisidium) (Jón Krist- jánsson 1974). Sumarið og haustið 1976 var fæðan hinsvegar nær ein- göngu sótt í svifið (Maríanna Alexand- ersdóttir 1976 og Jón Kristjánsson 1976). Þótt engar sérstakar rannsóknir hafi farið fram á strandsvæðum Þóris- vatns, virðist engin ástæða til að efa að breytt fæðuval urriðans frá 1973 til 1976 eigi sér skýringu í hruni dýra- stofna strandsvæðanna, eins og gerst hefur í miðlunarlónum annarsstaðar. Þrátt fyrir ítrekaða leit að smáurriða í Þórisvatni hafði ekki orðið vart við að hrygning hafi heppnast í vatninu síðan 1973 (Jón Kristjánsson 1976 og munnl. uppl. 1982) fyrr en 1984, að vart varð við lítilsháttar nýliðun, aðallega frá 1980. Þá voru skilyrði nokkuð sérstæð miðað við núverandi ástand Þórisvatns (Sigurður Már Einarsson og Vigfús Jó- hannsson 1984). í stórum dráttum hefur lífríki Þóris- vatns svarað þeim ytri breytingum sem felast í mikilli vatnsborðssveiflu eins og við var að búast. Hins ber að gæta, að ekki er eingöngu um miðlun að ræða heldur einnig veitu til vatnsins úr Köldukvísl, sem er jökulá, og því hef- ur gefist tækifæri til að kanna áhrif gruggunar á lífríki vatna. JÖKULSKOTIN VÖTN Eins og drepið er á í inngangskafla 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.