Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 21
sýnir sennilega nokkuð einkennandi mynd af gagnsæi í næringarsnauðum fjallavötnum. Eitt prósent af því ljósi sem fer niður úr yfirborði vatnsins nær niður á um 20 m dýpi. Það er gjarnan notað sem þumalregla að frumfram- leiðsla sé jákvæð, þ.e. geri meira en að jafngilda öndun og hrörnun, þar sem 1% eða meira af yfirborðsljósinu nær til. Jökulaur er svo lítill í Langasjó að hann er vart mælanlegur. Algengt er að jökulaur í Þórisvatni nái um 10 mg/1 yfir sumarið, og nægir það til að minnka gegnsæið niður í u.þ.b. 10% af því sem er í tærum vötnum. Þegar jökulaur er um 10 mg/1 nær frumfram- leiðslan aðeins niður á 3—4 m dýpi í Þórisvatni og einungis niður á um 1 m dýpi í Leginum við um 50 mg/1 af jökulaur (Hákon Aðalsteinsson, 1976a og b, 1978 og 1981a). Annað mikilvægt einkenni íslenskra vatna er, að hitalagskipting (hitaskil) nær sennilega aldrei að myndast, en með því yrði umrót vatnsbolsins frá yfirborði til botns hindrað. Það er hinsvegar einn af mikilvægustu þáttum í vistfræði vatna í tempraða beltinu, að um sumarið hitna yfirborðslög vatn- anna ört. Upphitun vatnsins um sum- arið er frá yfirborðinu og gerist við blöndun. Á sumrin er oftast kyrrviðri, þannig að blöndunin nær skammt ofan í vatnið. Smán saman myndast þá hita- skil, oft á 6-10 m dýpi, og er hitastigið neðan þeirra oft um 7—9°C, en ofan þeirra nær 20°C. í þannig vötnum myndast tvö straumkerfi, eitt ofan hitaskila og annað neðan hitaskilanna. Hitaskilin girða að mestu fyrir sam- skipti milli vatnsmassanna ofan og neðan þeirra. í efri lögunum fer fram tillífun (frumframleiðsla) og í þeim neðri megnið af rotnun dauðra lífvera. Með því móti eru næringarefnin urin upp úr upplausn í efra vatnsmassanum en skilað aftur í upplausn í þeim neðri. En þaðan eiga þau trauðla afturkvæmt til hins efra, fyrr en um haustið að yfirborðslögin byrja að kólna og vind- ar að gnauða á ný. Þá brotna hitaskilin upp, vatnið blandast fullkomlega, og plöntusvifið blómstrar á ný. Áfram kólnar vatnið þar til náð er u.þ.b. 4°C, en lækkar niður undir 0°C í efra þar til vatnið frýs. Vitaskuld fer það eftir vindstyrk á mikilvægum augnablikum þessarar þróunar við hvaða hitastig umrædd hitaskil myndast, og til eru mörg dæmi um einstaka frávik frá þessu líkani. Svona er þetta vegna þess að vatnið er þyngst við 4°C. Hitalag- skipti myndast gjarnan við 7—9°C, vegna þess að á því bili byrjar eðlis- þyngdin að minnka ört fyrir hverja gráðu, sem hitastigið hækkar. Það er sennilega fyrir sakir þess hve hér er vindasamt og kalt miðað við meginlöndin, að eiginleg hitalagskipti myndast ekki í vötnum, ekki einu sinni stórum og djúpum vötnum, t.d. Þóris- vatni (sjá Hákon Aðalsteinsson 1976b). Það sýnir að blöndun er mjög góð í vötnunum, enda endurspeglast það í mælingum á dýptardreifingu flestra þátta (Hákon Aðalsteinsson 1981a). Blöndunin gerir það einnig að verkum að plöntusvif dreifist nokkuð jafnt um allan vatnsbolinn (7.mynd). Hinsvegar er frumframleiðslan, þ.e. endurnýjun plöntusvifsins, háð ljósi, og fer hún því fram efst í vatnsbol djúpra vatna (7. mynd). í Þingvallavatni á þessi endurnýjun sér stað í efstu 20- 25 metrunum, en í Þórisvatni aðeins í efstu 3-5 metrun- um. Það sem framleitt er í efstu metr- unum dreifist nokkuð jafnóðum um allan vatnsbolinn, sem þýðir að aðeins lítill hluti eða líklega um 1/10 hluti plöntusvifsins í Þórisvatni tekur virkan þátt í framleiðslunni. í Þingvallavatni lætur hinsvegar nærri að um helmingur 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.