Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 23
mg Cm3 dœgur 3- 4- 8. mynd. í Krókslóni við Sigöldu, sem er mjög jökulskotið, fjarar frumframleiðsla út á u.þ.b. 1 m dýpi. — In the more extremely silted glacial lakes, the primary productivity may be negligible at I m depth. an við viðstöðu vatnsins í þeim. Sam- kvæmt þeim virðist þurfa um 100 daga viðstöðu til að fella út allt grófara en 0,02 mm (20pm), en eftir 500 daga er næstum allt fallið út af fínum aurburði líka. (Fínn aurburður er venjulega miðaður við kornastærð minni en 0,02 mm). Nánari athugun hefur leitt í ljós að þau korn sem eftir eru, eru flest minni en 0,005 mm. Með því að nota sambandið milli aurstöðvunar og viðstöðu vatns í lón- um má fara nærri um hvernig aðstæður verða í lónum framtíðarinnar. Dæmi Eyjabakkalón: Meðal aurburður Jökulsár í Fljótsdal við Hól úr 198 mælingum er 427 mg/1, sem skiptist þannig að 99 mg/1 eru stærri en 0,02 mm (23%), en 328mg/l (77%) eru minni en 0,02 mm. Meðalviðstaða vatns í lóninu er áætluð 240 dagar, sem þýðir að allur grófari aurburðurinn fellur út og um 90% af hinum fínni. Samkvæmt því yrðu um 30 mg/1 af svifaur í vatni Eyjabakkalóns, en það gæfi um 1% gegnsæi á 1,1—1,5 m dýpi (Hákon Aðalsteinsson 1976a, myndir 4 og 5). Dœmi Blöndulón: Meðalaurburð- ur Blöndu við Guðlaugsstaði úr 70 mælingum er 295 mg/1, sem skiptist þannig að 161 mg/1 eru stærri en 0,02 mm (54%) en 134 mg/1 minni en 0,02 mm (46%). Meðalviðstaða vatns í Blöndulóni miðað við 440 G1 lón er um 135 dagar, sem þýðir að allur grófi aurburðurinn fellur út og um 85% af þeim fína. Þá yrðu um 20 mg/1 af jökulaur eftir í vatni Blöndulóns. Sam- kvæmt útreikningum byggðum á sam- bandi ísogunar ljóss og magni fíns svif- aurs (Hákon Aðalsteinsson 1981b), yrði um 7— 8% af yfirborðsljósinu eftir á 1 m dýpi (1% á um 2,5 m dýpi), en ef miðað er við mælingar eins og í fyrra dæmi (Hákon Aðalsteinsson 1976a, 5. mynd), yrði 1% af yfirborðs- ljósi eftir á um 2,2 m dýpi. Ályktanir Þegar rætt er um áhrif af umsvifum manna á umhverfið, þá er oft um margþætt og keðjuverkandi áhrif að ræða. Því hefur verið lýst hvernig vatnsborðsbreytingar geta kippt fót- festunni undan botndýrum strand- svæða, eyðilagt hrygningarstöðvar fiska og hvaða breytingar það getur haft í för með sér fyrir fiskistofna við- komandi vatna. Hér á landi eru aðstæður þannig að þessir þættir skiptu litlu máli vegna þess að eiginleikar jökulvatnsins yfir- skyggja allt annað. Þótt vatnsborðs- breytingarnar hefðu engin áhrif á botndýralíf gagnaði það lítið, því að minnkun gegnsæis mun að mestu koma í veg fyrir frumframleiðslu á botninum, hvort sem er úti á dýpi eða á strandsvæðunum. Einnig mun draga verulega úr framleiðslu plöntusvifs í 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.