Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 28
<----Hlutfallslegt rennsli fyrirmiðlun (1963-1971) ----------
<—Hlutfallslegt rennsli eftir miðlun ( 1971-1982) o---------o
11. mynd. Hlutfallslegt mánaðarmeðalrennsli í Pjórsá fyrir og eftir miðlun Þórisvatns. —
The same as in Fig. 10, but now based on the percentage of monthly average discharge.
Kráká í Mývatnssveit, sem er nær því
að vera dæmigerð fyrir straumvötn al-
mennt en Laxá, fann hann 29 tegund-
ir, þar af 17 tegundir mýlirfa og 1
bitmýstegund. Aðeins 5-7 tegundir
gátu talist algengar, og af þeim voru
4-6 mýlirfutegundir og 1 ánategund
(Oligochaeta). í ám á Fljótsdalsheiði
og Héraði lét nærri að um og yfir 80%
af einstaklingum smádýra væru mýlirf-
ur (Hákon Aðalsteinsson 1979 og
1981c).
Hryggleysingjafána vatna á Islandi
er almennt fremur fáliðuð miðað við
það sem gengur og gerist á meginlönd-
unum austan og vestanhafs. Hér ber
mikið á tegundum sem virðast hafa
mikla aðlögunarhæfileika. Þannig er
t.d. ein af þeim tegundum sem ein-
kenna „flæðarmál“ Þingvallavatns
einnig ein þeirra sem ríkja í Kráká. Á
svipuð einkenni hefur einnig verið
bent hvað varðar t.d. vorflugur (Gísli
M. Gíslason 1981) og krabbadýr
(Hákon Aðalsteinsson 1980). Ekki er
ólíklegt að það sem hér sýnist vera
miklir aðlögunarhæfileikar, megi fyrst
og fremst rekja til tegundafæðar og
þar af leiðandi lítillar samkeppni. Það
þykir því ekki líklegt að jökulár eins
og þær kæmu frá miðlun, myndu skera
sig mikið úr, hvað varðar fjölbreytni í
tegundasamsetningu, miðað við aðrar
ár, sem ekki eiga upptök í tærum
stöðuvötnum.
Ef eingöngu er litið á áhrif virkjana
og þar af leiðandi miðlana á
straumvötn neðan þeirra með hliðsjón
126