Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 29
af áhrifum þeirra á lífríkið, eru þær ekki einungis jákvæðar, heldur líklega forsenda þess að jökulárnar framfleyti einhverju lífi sem talandi er um. Virkjanir munu ekki að öllu leyti jafna út rennslissveiflur. Þegar miðl- unarlónin eru full, rennur umfram- vatnið í yfirfall og því má búast við verulegri aukningu í rennsli síðla sum- ars og fram á haust. í ómiðluðum ám verður þetta árvisst, en með vissu um- frammiðlunarrými má líklega koma að mestu í veg fyrir haustgusur, ef slíkt yrði talið æskilegt. Enn eru ótaldir möguleikar á að losna að mestu við jökulvatn úr ein- staka ám, með því að veita því út af vatnasviðinu. Hugmyndir um slíkt hafa mætt nokkurri andstöðu í við- komandi héruðum. Ef hægt væri að losna algerlega við jökulvatnið úr Jökulsá á Fjöllum, svo dæmi sé tekið, yrði eftir a.m.k. 50 m3/s af tæru lindarvatni, og með því að búa til sæmilega stórt stöðuvatn ofarlega í fljótinu mætti trúlega skapa góða veiðiá neðan við Dettifoss. ÁHRIF MIÐLUNARLÓNA Á GRUNNVATN OG GRÓÐUR Ekki er hægt að skilja við miðlunar- lón, án þess að minnast á hugsanleg, jákvæð áhrif á grunnvatnsstöðu, eink- um ofan við lón. Miðlunarlónin veita grunnvatnsstraumnum fyrirstöðu og getur það haft áhrif langar leiðir á jarðvatn. Þeim sem hafa farið um há- lendið ætti að vera nokkuð ljóst að víða stendur vatnsskortur gróðri fyrir þrifum. Petta sést afar skýrt á Tungnaáröræfum, á Sprengisandsleið og á Hofsafrétt. Taka mætti til athug- unar að mynda smáuppistöður og veita vatni sem ekki er talið hagkvæmt að nýta til miðlunar vítt og breitt um örfoka land og freista þess að ná upp hærri grunnvatnsstöðu, en það mun að öllum líkindum auðvelda mjög upp- græðslu lands í stað þess sem færi und- ir lón og vatnaveitur. Nýlega var gert yfirlit um landþörf vatnsorkuvera miðað við nýtingu hag- kvæmasta hluta hennar, (Landbúnað- arráðuneytið 1986). Áætlað er, að af u. þ. b. 1000—1100 km2 lands sem færi undir vatn séu um 400 km2 grónir. Að sjálfsögðu er mikil eftirsjá að 400 km2 gróins lands, og til viðbótar e.t.v. öðru eins, sem auðvelt væri að græða upp. Það er hinsvegar vandséð, að í nútímaþjóðfélagi, þar sem einn af vaxtarbroddunum tengist aukinni beislun orkunnar að flestra dómi, sé hægt að minnka svo miklu nemi það gróðurlendi, sem undir vatn færi. Spurningin er miklu fremur að móta skynsamlega stefnu til þess að bæta fyrir þessa landnýtingu. Er skynsamlegt að töpuð ærgildi séu endurnýjuð á hverju virkjunarsvæði fyrir sig hvað sem það kostar, eins og við Blönduvirkjun? Væri e.t.v. skynsamlegra að Iíta á landið í heild, og verja tilteknum hluta af bygging- arkostnaði eða af tekjum af orkusölu til ótilgreindrar Iandgræðslu og gróð- urverndar auk beinna aðgerða til að bæta gróðurskilyrði? Tæplega er hægt að búast við því að báðar aðferðir verði notaðar jöfnum höndum. Enn mætti nefna einn flöt á þessu máli og höfða til orkubúskapar. Land- græðsla kostar mikið bæði í fjármun- um og ekki síður í orku. Nærtækt er því, að landsmenn verji einhverju af orkugnótt sinni til að bæta Iandinu skaða þann sem ofnotkun kynslóð- anna hefur orsakað, en almenningur hlýtur að krefjast þess að það sé gert af einhverri skynsemi. 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.