Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 37
1. mynd. Dflarella (uppstoppuð), náð í Vestmannaeyjum 14. október 1961. Nú varðveitt
á Náttúrufræðistofnun (RM1985). - Spotted Crake (stuffed), caught on the Westmann
Islands, S lceland, on 14 October 1961. Now preserved as study skm at the Icelandic
Museum of Natural History (cat. no. RM1985). Ljósm. Náttúrufræð.stofnun íslands.
austan Puerto Rico (Bond 1960).
Dílarella er mjög sjaldgæfur flæk-
ingsfugl hér á landi, og er aðeins kunn-
ugt um fjóra fugla.
1. Heimaey, Vestm, 14. október 1961 (?imm
RM1985). c/o Þorsteinn Víglundsson. Var
tekin af ketti (1. mynd).
2. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 15. nóvember
1962 (?imm RM1986). Hálfdán Björnsson.
Fundin dauð, úldin.
3. Fuglavík á Miðnesi, Gull, 30. september
1979 (ð ?imm RM6961). Gunnlaugur Pét-
ursson & Kristinn H. Skarphéðinsson
(1980).
Auk þessa er einn fugl frá árinu 1984 og verður
hans getið nánar í ársskýrslu þess árs.
Einn af þessum fuglum fannst
dauður um miðjan nóvember og var
hann úldinn. Hefur hann sennilega
borist til landsins eigi síðar en í októ-
ber. Tveir aðrir fuglar fundust að
haustlagi, 30. september og 14. októ-
ber. Fartíminn á haustin hefst snemma
eða um miðjan júlí, en flestir fuglanna
fljúga suður í seinni hluta ágúst og
fyrri hluta september. Um miðjan
nóvember er talið, að flestir þeirra séu
komnir suður fyrir Miðjarðarhaf.
Dílarellur eru einnig snemma á ferð-
inni á vorin og koma á varpstöðvarnar
í apríl. Fjórði fuglinn fannst um há-
sumar eða í lok júní 1984 og hefur því
sennilega komið að vorlagi. Þar var
karlfugl á ferðinni, sem hélt sig við
flugvöllinn á Akureyri í tæpan mánuð
og lét óspart í sér heyra.
135