Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 39
(einkasafn). Ari Albertsson. Náðist um
borð í skipi.
19. Þeistareykir (Reykjaheiði) í Reykjahvcrfi,
S-Þing, 13. september 1978 (<í imm
RM7003). Fundin dauð, aðeins úldin.
Kjartan Björnsson.
Aðeins ein engirella hefur sést á tímabilinu eftir
1980.
Engirellan er sennilega algengari
gestur hér á landi en fundnir fuglar
gefa til kynna. Hún er mjög felugjörn
og ber því Iítið á henni. Af þeim tutt-
ugu fuglum sem orðið hefur vart hér-
lendis fundust sjö dauðir.
Engirella sást á Teigi í Vopnafirði
21. júní 1974 (nr.17). Hún hafði helg-
að sér óðal í óslægju við bæinn. Varð
hennar einkum vart seint á kvöldin og
að næturlagi er hún gaf frá sér mjög
hávær hljóð, jafnvel svo að fólki varð
ekki svefnsamt. Venjulega hélt hún sig
í grasinu eða faldi sig undir trjám í
garðinum. Hinn 17. júlí varð engirell-
unnar síðast vart (Sólveig Einarsdóttir
1974, greinargerð; Pétur V. Jónsson,
bréf dags. 24.1.1985; Gunnar Valdi-
marsson, munnl. uppl. 1.3.1985). Um
mánaðamótin júlf/ágúst sá Jón Har-
aldsson bóndi á Einarsstöðum (en
hann nytjaði túnið að Teigi) fuglsunga
á túninu, sem var ólíkur öðrum stað-
bundnum fuglum. Jón lýsir fuglinum
þannig: Að stærð var hann ívið minni
en heiðlóa, en búklag minnti helst á
spóa, þ.e. frekar búklangur. Nefið var
stutt og tærnar langar. Fuglinn var al-
fiðraður en ófleygur. Jón sá ekki engi-
relluna fyrr um sumarið, en fannst
137