Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 46
8. mynd. Fundarstaðir bleshænu á íslandi. Tölur við punkta sýna hversu oft bleshænur
hafa sést þar, ef um fleiri en eitt skipti er að ræða. Innan sviga er tilgreindur fjöldi fugla.
— Localities at which the Coot has been recorded in Iceland. If tnore than one record,
numbers are indicated and in parentheses the nurnber of birds involved.
í Skagafirði“. Magnús Björnsson
(1933) segir tegundina fremur sjald-
gæfa, og ennfremur: „Verpur hér ein-
staka sinnum, en ekki er það vitað,
hvort hún gerir það að staðaldri".
Bjarni Sæmundsson (1934) telur bles-
hænu fyrst og fremst vera haust- og
vetrargest, sem þó af og til dvelur
áfram fram á sumar og verpur. Magn-
ús Björnsson (1939) segir enn: „Bles-
öndin er frekar sjaldgæf hér á landi, en
þó verpur hún hér á nokkrum stöðum,
bæði norðanlands og sunnan“, og
ennfremur: „Hún sést hér oft við hveri
og laugar á vetrum, og er líklega að
mestu staðfugl hérlendis.“ Jóhannes
Sigfinnsson (1964) fjallar um land-
nema meðal fugla við Mývatn og ritar:
„Blesönd, verpir hér stöku sinnum, en
er hér ekki árviss“. Haft er eftir Bjarn-
freði Ingimundarsyni, Efri-Steinsmýri
í Meðallandi (munnl. uppl. 1938):
„Blesönd sést hér stöku sinnum, oftar
á veturna, þó aldrei nema fáar eða ein.
Hefir sést fleirum sinnum með unga á
flóðum, t.d. á hettumáfssvæðinu". Er
ekki ósennilegt að eitthvað sé til í
þeirri frásögn. Hins vegar þykja mér
vafasamar upplýsingar útlendinga um
bleshænu með fimm unga á Kaldá við
Húsafell í Borgarfirði þann 1. ágúst
1968 (Anon. 1968).
Hér á eftir verður fjallað nánar um
varptilfellin þrjú.
144