Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 47
Hantzsch (1905) getur þess, að J.V. Havsteen á Oddeyri hafi fengið í hend- ur bleshænu og egg frá Víkingavatni við Öxarfjörð árið 1889. Hann getur þess einnig, að P. Nielsen á Eyrar- bakka hafi fengið sjö egg frá sama stað. Telur Hantzsch, að þar sé um sömu eggin að ræða. P. Nielsen (1918) getur þess, að 1891 hafi hann fengið sjö egg frá manni á Húsavík, en þau fundust að Víkingavatni þann 14. júní. Ekki er auðséð af skrifum Nielsens, hvort eggin hafi fundist árið 1891 eða hvort hann hafi aðeins móttekið þau það ár. Ekki verður það heldur séð með vissu, hvort þar sé um sömu egg að ræða og J. Havsteen fékk að sögn Hantzsch, þótt það verði að teljast líklegt. Eggin sjö gaf P. Nielsen Nátt- úrugripasafninu árið 1904, og hafa þau verið varðveitt þar síðan. í Zoologisk Museum í Kaupmanna- höfn er varðveittur hamur af bles- hænu, sem safnað var á Víkingavatni og er Havsteen sagður safnandi. Svo þar er án efa um annan varpfuglinn að ræða. Söfnunardag eða ár er ekki að finna í skrá safnsins, en Winge (1896) getur um þennan fugl og nefnir 1889 sem söfnunarár. Hann segir ennfrem- ur: „Arten var funden ynglende paa Nordlandet“. Hachisuka (1927) minnist á þetta varp og dagsetur það 14. júní 1891, með tilvitnun í Hantzsch (1905)! Gætir því furðulegs misræmis í ártölum. Hann segir einnig að frést hafi af þremur eggjum, sem hafi verið tekin v>ð Víkingavatn nokkrum árum áður en hann ritaði bók sína. Hann getur engra heimilda því til stuðnings, og er þess ekki getið í öðrum ritum, eftir því sem best verður séð. Finnur Guð- mundsson (1964) nefnir aðeins eitt varp við Víkingavatn, árið 1891, en hann virðist hafa það eftir Nielsen. Eg er þeirrar skoðunar, að þetta varp hafi átt sér stað árið 1889, eins og flest gögn benda til. Ártalið 1891 er án efa komið til af þeim sökum, að P. Nielsen fékk eggin í hendur það ár og hefur skráð það í dagbók sína (sbr. hér að ofan). Næst fannst bleshænuhreiður árið 1943, en það fann Björn J. Blöndal þann 18. júní skammt frá Hvítár- völlum í Borgarfirði. í hreiðrinu voru sex egg. Aðeins annað foreldrið sást, en þó mun hafa verið um par að ræða, því að eggin voru frjó. Ekki komust þó upp ungar. Er Björn kom að hreiðrinu í byrjun október voru eggin sex enn í því og í þeim nær fullburða dauðir ungar. Ekki var vitað um örlög foreldr- anna (Finnur Guðmundsson 1944, Timmermann 1949, Björn J. Blöndal 1953). Að síðustu skal nefnd varptilraun við Mývatn. Upplýsingar um hana eru því miður af skornum skammti. Seint í maí 1954 fannst hreiður í hólma við Káraströnd á Neslandatanga, í landi Reykjahlíðar vestur af Hrauney. Illugi Jónsson á Bjargi mun hafa fundið hreiðrið. Aðspurður nýlega kvaðst hann ekki muna hve mörg egg voru í því eða hvort ungar klöktust. Eitt egg var tekið úr hreiðrinu, en óvíst er að þau hafi verið fleiri. Eggið er nú varð- veitt á Náttúrufræðistofnun íslands. í bréfi (dags. 7. júlí 1954) sem Ragn- ar Sigfinnsson á Grímsstöðum sendi Finni Guðmundssyni segir: „Blesönd hefur lengi haldið sig við litla hólmann hérna sunnan og vestan við. Hún hef- ur sjaldan sést, en lætur oft heyra til sín og hreiður hefur ekki fundist enn“. Hann segir ennfremur í bréfi síðar (dags. 3. nóvember 1954): „Ég álít að blesöndin sem hélt sig hér gæti vel verið sú sama og átti Reykjahlíðaregg- ið, þó ómögulegt sé um það að segja með fullri vissu. Aldrei fann ég neitt hreiður og er þó líklegt að það hafi 145
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.