Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 67

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 67
Ágúst H. Bjarnason: Skýrsla um Hið íslenska náttúrufræðifélag fyrir árið 1985 FÉLAGAR í árslok 1985 voru skráðir félagar og kaupendur að Náttúrufræðingnum samtals 1772. Þeir skiptust þannig: Heiðursfélagar 4, kjörfélagar 4, ævifélagar 31, ársfélagar innanlands 1542, félagar og stofnanir er- lendis 66 og innlendar stofnanir 125. Þær breytingar, sem orðið hafa á fjölda félaga eru þessar: 113 hurfu úr félaginu (38 sögðu sig úr því, 66 féllu út af félagaskrá vegna vangoldinna gjalda og 9 létust). Hundrað tuttugu og einn nýr félagi bættist í hópinn. Samkvæmt þessum tölum hefur því félögum og kaupendum að Náttúru- fræðingnum fjölgað um átta á síðasta ári. Eins og áður segir létust níu félagsmenn á síðasta ári. í þeim hópi var einn heiðurs- félagi, tveir ævifélagar og sex ársfélagar. Heiðursfélaginn, Stefán Stefánsson, bók- sali, var afgreiðslumaður Náttúrufræðings- ins frá 1950 til 1983 og sá jafnframt um alla innheimtu fyrir félagið. Stefán rækti starf sitt af mikilli alúð og var hið mesta ljúf- menni í öllum samskiptum. I'il hans var ávallt gott að leita og veit ég um marga, sem hann hjálpaði við að ná Náttúrufræð- ingnum saman. Hann var farinn að heilsu síðustu æviárin og lést á jóladag, 82 ára að aldri. Þá létust ævifélagarnir Björn Berg- mann, fyrrv. kennari og Gísli Kristjáns- son, fyrrv. ritstjóri. STJÓRN OG STARFSMENN Stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags 1985 var óbreytt frá árinu áður og þannig skipuð: Formaður: Ágúst H. Bjarnason, varaformaður: Bergþór Jóhannsson, gjald- keri: Ingólfur Einarsson, ritari: Axel Kaaber og meðstjórnandi: Jón Eiríksson. í varastjórn sátu: Ingibjörg Kaldal og Þór Jakobsson. Á starfsárinu varð sú breyting á, að með bréfi þann 24. janúar s.l. fór Axel Kaaber fram á, að hann yrði leystur frá störfum í stjórn og varamaður tæki sæti hans. Vara- maður, Ingibjörg Kaldal, tók við af Axel, sem sat í stjórn sem ritari frá 1981. Um leið og ég færi Axel fyllstu þakkir fyrir marg- háttuð störf í þágu félagsins, vil ég jafn- framt geta þess, að hann vakti fyrstur manna máls á því, að félagið gæfi út vegg- myndir eins og „Flóru íslands“. Það er trúa mín, að þvílík útgáfa verði félaginu enn meiri lyftistöng en orðin er, þegar tímar líða. Hafi hann heila þökk. Aðrir, sem við sögu komu í starfi félags- ins, voru: Endurskoðendur: Einar Egilsson og Magnús Árnason; varaendurskoðandi: Sveinn Ólafsson. Erling Ólafsson, Náttúrufræðistofnun íslands, hélt félagaskrá, sá um innheimtu og afgreiðslu á tímaritinu af mikilli kostgæfni eins og áður. Helgi Torfason lét af störfum sem rit- stjóri Náttúrufræðingsins að eigin ósk en við tók Árni Einarsson. Gerður var verk- samningur við Árna til þriggja ára frá og með 1. hefti 55. árgangs en þeir Helgi voru báðir ritstjórar þess. Frá og með sama tíma tók Haukur Jóhannesson sæti í ritstjórn. María Guðmundsdóttir var ráðin í einn mánuð einkum til þess að selja veggmynd- ina „Flóru íslands" og Hildur Albertsdótt- ir til sömu starfa í hálfan mánuð. Þór Jakobsson var oddviti áhugahóps Náttúrufræöingurinn 56(3), bls. 165-171, 1986. 165
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.