Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 69

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 69
Leiðbeinandi: Leifur Símonarson. Þátttak- endur: 9. Tvö tveggja kvölda námskeið í greiningu á ætisveppum. Leiðbeinandi: Eiríkur Jens- son. Fyrra námskeiðið var 15. og 17. ágúst, hið síðara 16. og 18. ágúst. Þátttakendur: 26. Námskeiðin voru á ýmsum stöðum úti í bæ, og verður það að teljast bagalegt, að félagið hafi ekki fasta aðstöðu fyrir þessa þörfu starfsemi. Vonandi að úr rætist, þeg- ar safnahús rís af grunni. FRÆÐSLUFERÐIR Átta fræðsluferðir voru fyrirhugaðar á ár- inu en ein, fuglaskoðunarferð um Suður- nes, féll niður vegna ónógrar þátttöku. Þessar ferðir voru farnar: Þörungaferð í fjöruna við Hvassahraun 5. maí. Leiðbeinendur: Karl Gunnars- son og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ferðin var í samvinnu við Náttúruverndarfélag Suðvesturlands. Þátttakendur: 30. Steingervingaferð á Kjalarnes, í Foss- vog og út á Seltjarnarnes 25. maí. Leið- beinandi: Leifur Símonarson. Þátttak- endur: 8. Grasaferð um suðurhlíðar Esju 29. júní. Leiðbeinandi: Björn Gunnlaugs- son. Þátttakendur: 14. Hornstrandaferð 12. —15. júlí. Leiðbein- endur: Haukur Jóhannesson og Eva Þor- valdsdóttir. Þátttakendur voru 45 og flugu flestir frá Reykjavík til ísafjarðar, en þar komu tíu til móts við hópinn. Farið var með Fagranesinu frá ísafirði. Fyrst fór bát- urinn til Grunnavíkur, Hesteyrar og Aðal- víkur en síðan norður í Hornvík. Mjög vont sjóveður var síðari hluta leiðarinnar og mörgum óvönum var brugðið. Eftir um tólf klukkustundar ferðalag var komið til Hornvíkur. Fyrirhugað var að tjalda á Grænanesi austan víkurinnar en þar tókst ekki að lenda, svo að farið var yfir að Höfn og tjaldað þar. Á laugardag var ágætis veður, sólskin og hægviðri. Þá var gengið út í Rekavík bak Höfn og þaðan í Hvannadal. Þar var litast um, m.a. gengu margir fram Langakamb og litu á bjargfugla. Á sunnudag var veður kyrrt en dumb- ungur til fjalla. Gengið var yfir að Horn- bænum og þaðan upp á Miðdal og eftir bjargbrúninni að Almenningaskarði. Þarna er bjargið víðast þverhnípt í sjó og fuglalíf mikið. Ekki er þar sundlgjörnum hollt að ganga tæpt. í skarðinu skipti hóp- urinn sér. Annar helmingurinn hélt niður Innstadal og í tjaldstað, en hinn fór áleiðis niður í Látravík. Þar voru Fjalirnar nafn- toguðu skoðaðar. Því næst var haldið í átt að Kýrskarði en þoku setti á fjöll og hitti hópurinn ekki á sjálft skarðið heldur fór beint yfir hrygginn á milli Kýrskarðs og Hestskarðs. Var þar víða bratt. Þá er niður kom rofaði og blasti Hornvík við. Á mánudegi kom djúpbáturinn og sótti liðið. Þar sem hann var seinn fyrir, varð að snúa honum til Bolungarvíkur og þaðan var ekið til ísafjarðar. Það stóð á endum, að flugvélin var búin til flugs, þegar ferða- langarnir óku í hlaðið á flugstöðinni. Ekki var annað að heyra en þátttakend- ur væru ánægðir með ferðina, en áætlun var nokkuð stíf og hefði þurft tvo daga til viðbótar. Fræðsluferð um Fljótsdalshérað, inn að Snæfelli og um Hrafnkelsdal 26.-28. júlí. Farið var frá Egilsstöðum. Leiðbeinendur: Hjörleifur Guttormsson, Oddur Sigurðs- son og Skarphéðinn Þórisson. Hinn síðast nefndi hafði allan veg og vanda af undir- búningi ferðarinnar í samvinnu við Ferða- miðstöð Austurlands. Þátttakendur: 60. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem félagið efnir til ferðar á Austurlandi. Lagt var upp frá Egilsstöðum og haldið inn Velli í Hall- ormsstaðaskóg. Þar var áð í Mörkinni og greindi Hjörleifur frá sögu hennar og skóg- arins. Aftur var staldrað við í lerkireit við Víðivelli í Fljótsdal. Síðan var haldið inn að Snæfelli með örlitlum stans á Grenis- öldu, þar sem ferðalangar þágu kaffi. Nokkuð var áliðið dags, þegar hópurinn kom að skála Ferðafélags íslands við rætur Snæfells, en afbragðs gott veður var allan daginn og kvöldsólin litaði Snæfellið rauð- bleikt, enda vildu sumir leggja þegar á brattann. Annan daginn var hins vegar súld og rigning, en engu að síður hélt um helmingur hópsins gangandi suður í Þjófa- 167
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.