Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 8
garða, s.s. túngarða, heygarða, skjól-
garða, landamerkjagarða og sagnir
eru um akurgerði. Á 1. mynd er sýnd
staðsetning stærstu garðanna (nr. 1 —
5).
Nokkru suðaustan við Múla, niður
undir Tungufljóti, er að finna fornan
garð er nefnist útgarður (nr. 1). Garð-
ur þessi stendur nú lítt upp yfir um-
hverfið, en öðru megin við hann hefur
vatn grafið rás. Sagnir eru um, að fé
hafi verið vaktað ofan við garðinn yfir
nóttina og var það kallað „að standa á
mosum“ (Helgi Kr. Einarsson munnl.
uppl.). Hugsanlegt er að Útgarður
hafi verið í tengslum við gömlu
Tungnaréttirnar, sem eru nokkru neð-
ar með Tungufljóti.
í Bræðratungu voru skoðaðir tveir
garðar. Annar er á Grámel austur
undir Hvítá og heitir Flosatraðir (nr.
2). Liggur hann neðan frá ánni og upp
á melinn, en stór hluti hans er nú
kominn undir tún og sést garðurinn
þar sem ávalur rimi. Hann mun áður
hafa náð heim að Bræðratungu. Bryn-
jólfur Jónsson (1895, bls. 22) lýsir
garðinum eða götunum heim að
Bræðratungu svo:
„Frá Grámelsvaðinu liggur forn vegur
heim yfir holtið, til Bræðratungu. í>að
eru margar og stórar götur, hver við
hliðina á annari. Þær eru nú uppgrónar
fyrir löngu. Þær heita -Flosatraðir-,
því sagt er, að Flosi hafi farið þenna
veg, er hann —tróð illsakar— við Ás-
grím. Hann gat og naumast annarstaðar
farið.“
Guðríður Þórarinsdóttir (1949) get-
ur einnig um Flosatraðir í frásögnum
frá Bræðratungu og telur þær ná frá
túni, austur mýrar og allar götur að
Hvítá. Ekki er vitað um aldur Flosa-
traða, en samkvæmt sögnum virðast
þær fornar. Hinn garðurinn er sunnan
Bræðratungu (nr. 3). Honum lýsir
Matthías Þórðarson (1908, bls. 40 og
41) svo:
„Hagagarður forn er sýnilegur þvert
yfir tunguna milli Hvítár og Tungu-
fljóts, langt nokkuð fyrir neðan bæinn
Bræðratungu, hér um bil í stefnuna
milli Reykholts og Langholts(-fjalls).
Er hann nú sem breiður vegur upphlað-
inn og grafir, nú uppgrónar, beggja
vegna; hefir verið stungið þar úr í garð-
inn.“
Við grófum lítillega í enda garðsins
og virtist hann vera mjög forn.
Nokkru ofan við garðlagið eru öskulög
frá Heklugosinu 1693 og Kötlugosinu
1721. Kanna þarf báða þessa garða
betur.
í júníbyrjun 1986 var kannaður all-
mikill garður í Skálholti (nr. 4). Hann
liggur frá Brúará, skammt ofan við
Þorlákshver, austur að Hvítá. Hann er
um 1,4 km langur. Garðurinn hefur
því girt af Skálholtstunguna og vafa-
lítið verið hlaðinn til að halda búfé í
sjálfheldu fyrir neðan. Litið var laus-
lega á snið í gegnum garðinn og
reyndust vera um 13 cm af jarðvegi
milli garðlagsins og svonefnds Land-
námslags. Ef tekið er mið af jarðvegs-
þykknun, þá mun garðurinn vera frá
um 1200. Undir garðinum fannst H—
1104 og svart öskulag, líklega Kötlulag
frá lokum 10. aldar.
Lengsti garðurinn sem finnst í
1. mynd. Nokkrir fornir garðar og garðbrot í Biskupstungum, Árnessýslu. I: Útgarður, 2:
Flosatraðir, 3: garður í tungunni neðan við Bræðratungu, 4: garður ofan við Skálholts-
tungu, 5: Þrælagarður. — Ancient turf walls in Biskupstungur district in Árnessýsla, South
Iceland.
214