Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 8
garða, s.s. túngarða, heygarða, skjól- garða, landamerkjagarða og sagnir eru um akurgerði. Á 1. mynd er sýnd staðsetning stærstu garðanna (nr. 1 — 5). Nokkru suðaustan við Múla, niður undir Tungufljóti, er að finna fornan garð er nefnist útgarður (nr. 1). Garð- ur þessi stendur nú lítt upp yfir um- hverfið, en öðru megin við hann hefur vatn grafið rás. Sagnir eru um, að fé hafi verið vaktað ofan við garðinn yfir nóttina og var það kallað „að standa á mosum“ (Helgi Kr. Einarsson munnl. uppl.). Hugsanlegt er að Útgarður hafi verið í tengslum við gömlu Tungnaréttirnar, sem eru nokkru neð- ar með Tungufljóti. í Bræðratungu voru skoðaðir tveir garðar. Annar er á Grámel austur undir Hvítá og heitir Flosatraðir (nr. 2). Liggur hann neðan frá ánni og upp á melinn, en stór hluti hans er nú kominn undir tún og sést garðurinn þar sem ávalur rimi. Hann mun áður hafa náð heim að Bræðratungu. Bryn- jólfur Jónsson (1895, bls. 22) lýsir garðinum eða götunum heim að Bræðratungu svo: „Frá Grámelsvaðinu liggur forn vegur heim yfir holtið, til Bræðratungu. í>að eru margar og stórar götur, hver við hliðina á annari. Þær eru nú uppgrónar fyrir löngu. Þær heita -Flosatraðir-, því sagt er, að Flosi hafi farið þenna veg, er hann —tróð illsakar— við Ás- grím. Hann gat og naumast annarstaðar farið.“ Guðríður Þórarinsdóttir (1949) get- ur einnig um Flosatraðir í frásögnum frá Bræðratungu og telur þær ná frá túni, austur mýrar og allar götur að Hvítá. Ekki er vitað um aldur Flosa- traða, en samkvæmt sögnum virðast þær fornar. Hinn garðurinn er sunnan Bræðratungu (nr. 3). Honum lýsir Matthías Þórðarson (1908, bls. 40 og 41) svo: „Hagagarður forn er sýnilegur þvert yfir tunguna milli Hvítár og Tungu- fljóts, langt nokkuð fyrir neðan bæinn Bræðratungu, hér um bil í stefnuna milli Reykholts og Langholts(-fjalls). Er hann nú sem breiður vegur upphlað- inn og grafir, nú uppgrónar, beggja vegna; hefir verið stungið þar úr í garð- inn.“ Við grófum lítillega í enda garðsins og virtist hann vera mjög forn. Nokkru ofan við garðlagið eru öskulög frá Heklugosinu 1693 og Kötlugosinu 1721. Kanna þarf báða þessa garða betur. í júníbyrjun 1986 var kannaður all- mikill garður í Skálholti (nr. 4). Hann liggur frá Brúará, skammt ofan við Þorlákshver, austur að Hvítá. Hann er um 1,4 km langur. Garðurinn hefur því girt af Skálholtstunguna og vafa- lítið verið hlaðinn til að halda búfé í sjálfheldu fyrir neðan. Litið var laus- lega á snið í gegnum garðinn og reyndust vera um 13 cm af jarðvegi milli garðlagsins og svonefnds Land- námslags. Ef tekið er mið af jarðvegs- þykknun, þá mun garðurinn vera frá um 1200. Undir garðinum fannst H— 1104 og svart öskulag, líklega Kötlulag frá lokum 10. aldar. Lengsti garðurinn sem finnst í 1. mynd. Nokkrir fornir garðar og garðbrot í Biskupstungum, Árnessýslu. I: Útgarður, 2: Flosatraðir, 3: garður í tungunni neðan við Bræðratungu, 4: garður ofan við Skálholts- tungu, 5: Þrælagarður. — Ancient turf walls in Biskupstungur district in Árnessýsla, South Iceland. 214
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.