Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 21
7. mynd. Þrælagarður í skurði í Gilbotnum. Kvarðinn er 35 cm langur. HB er þykka lagið
rétt fyrir neðan miðjan kvarðann. Gráa lagið upp af enda kvarðans er Landnámslagið og
sjást víða slitrur af því í garðinum. Ofan á garðinum sjást tvö svört öskulög á stöku stað,
H-1693 og K-1721 (sjá nánar á 6. mynd). - A section of the Thrælagardur turf wall in a
ditch at Gilbotnar. (Ljósm.Iphoto Haukur Jóhannesson)
til þess að ekki hafi verið tekið efni í
hann alveg við.
Snið í Rimaskarði (4. mynd nr 2)
í Rimaskarði var öskulagasnið mælt
í skurði, er liggur þvert á garðinn.
Landnámslagið fannst ekki í því sniði,
en utan við það fannst dreif af því,
greinilega vatnsflutt. Það er eðlilegt,
því lækur hefur vafalaust runnið í
gegnum skarðið áður en skurðurinn
var grafinn.
Snið við Prœlastein (4. mynd nr. 3)
Snið var mælt í skurði skammt sunn-
an við Þrælastein. Jarðvegsþykknun
hefur verið mikil í þessari mýri um
langan aldur, samanborið við önnur
snið Þrælagarðs. Það stafar af miklum
uppblæstri á Torfastaðaheiði, alveg
niður fyrir Þrælastein að vestan. í
þessu sniði eru 2-3 cm af jarðvegi frá
Landnámslagi upp að garðinum. Ofan
á honum finnast engin öskulög frekar
en í Rimaskarði og Syðririma, en utan
við hann fannst H—1693 og virtist það
liggja upp að garðinum. Efni í garðinn
hefur verið tekið sitt hvoru megin við
hann, sem sést á því að Landnáms-
lagið vantar á kafla. Pælan ofan við
garðinn er 1,8 m, en 2,5 m neðan við
hann.
Snið í Gilbotnum (4. mynd nr. 4, 6. og
7. mynd)
Besta þversnið í gegnum Þrælagarð
227