Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 24
3. tafla. Skyldleiki Halls Þórarinssonar í Haukadal og Teits ísleifssonar við Ketilbjörn gamla. Ártöl miðuð annars vegar við tímatal Ara fróða og annála (sjá formála í íslenzk fornrit 1968) og hins vegar við aldur sem byggður er á tilgátum Páls Lýðssonar (1961) um útkomu Ketilbjarnar og eðlileg ættliðaskipti. — Genealogical tree of Ketilbjörn the Old. Ketilbjörn gamli Ketilsson (870/880—950) Þormóður Ketilbjarnarson (f. 910) Þórkatla Þormóðsdóttir (f. 940) Þórarinn Þorkelsson (f. 970) Hallur Þórarinsson (995-1089) Teitur Ketilbjarnarson (f. 900/910) Gissur hvíti Teitsson (940/50—1020) ísleifur biskup Gissurars. (1006-1080) Teitur ísleifsson (f. eftir 1042) kom mikill ættbogi, sem var mjög valdamikill einkum frá því undir lok tíundu aldar og fram á þá þrettándu. Ekki þarf að fara í grafgötur um, að Ari hefur haft sína þekkingu á land- námi í Biskupstungum og um afkom- endur Ketilbjarnar frá þeim frændum og ekki þarf heldur að efst um, að rétt sé með farið, einkum þó ættfærsluna. Það er athyglisvert, að Hallur ætti að hafa þekkt Gissur hvíta, sem aldurs vegna gæti hafa munað Ketilbjörn afa sinn. Ketilbjörn hinn gamli kom út seint á landnámsöld að sögn Landnámu og hefur það ekki verið dregið í efa. Flestir giska á, að hann hafi komið út um 900. Páll Lýðsson (1961) hefur leitt að því rök, að hann hafi komið út um áratug seinna. Ketilbjörn hefur þá að líkindum verið á besta aldri. Páll Lýðs- son (1961) telur, að hann hafi kvong- ast á íslandi, þótt Landnáma telji hann fá konu sinnar í Noregi. Viðurnefni sitt hefur hann haft af því, að hann hefur náð háum aldri en einnig má vera, að hann hafi verið nefndur hinn gamli til aðgreiningar frá sonarsyni sínum, Ketilbirni Teitssyni. Ef svo hef- ur verið, þá getur Ketilbjörn hafi lifað fram undir miðja 10. öld. Teitur var elstur barna hans, að talið er, fæddur skömmu eftir 900. Það er og athyglis- vert, að ekkert barna Ketilbjarnar, sem eitthvað mátti sín, bjó að Mos- felli, sem þó var höfuðból ættarinnar. A því kann að vera sú skýring, að Ketilbjörn hafi Iifað það lengi, að börn hans hafi fengið sér aðra staðfestu meðan hann lifði. Það hefur vart getað gerst fyrr en eftir 920. Hann hefur þá skipt landnámi sínu milli barna sinna. Tungunni milli Brúarár og Köldu- kvíslar, sem nú nefnist Tungufljót, og neðan Haukadals, hefur verið skipt að minnsta kosti í þrennt. Þorgerður Ketilbjarnardóttir fær Hlíðarlönd fyrir ofan Hagagarð og býr í Úthlíð. Þór- katla, systir hennar, fær Höfðalönd og býr að Höfða og Teitur, bróðir þeirra, virðist hafa búið í Skálaholti (nú Skál- holt). Landaúthlutun þessi ætti að hafa átt sér stað um 920-930, a.m.k. að hluta. Því er líklegt, að Hagagarður (þ.e. Þrælagarður) hafi verið hlaðinn um það leyti og verið landamerkja- garður eins og hann var með vissu nokkrum öldum seinna. í nafni hans, þ.e. Hagagarður, getur og verið fornt minni, sem bendi til, að hann hafi upphaflega verið notaður til að halda búpeningi í sjálfheldu í tungunni fyrir neðan og því eldri en eiginlegt landnám þar. Um þetta verður nú ekk- ert fullyrt með vissu. Sagnir hafa gengið um það á seinni 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.