Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 35
fyrsta lagi úr gjánum á Þingvöllum. Á síðustu metrunum að Þingvallavatni nefnist lindavatnsstraumurinn Silfra. Silfra er á, stutt og kristaltær. í öðru lagi streymir hvarvetna inn lindavatn í Vatnsvik, einkum í innsta (nyrsta) hluta viksins. Þar að austan ber land- spilda nafnið Vellankatla. í fjöruborð- inu eru vellandi lindir og bullaugu. Hinar fjölmörgu lindir við Þingvalla- vatn sjást best þegar ís hefur legið á vatninu í örfáa daga. Afætur og opnur sýna þá hvar kaldavermsl streymir fram. Dragárvatn, þ.e.a.s. yfirborðsvatn, er aðeins röskur Vío innrennslisins. Smáárnar: Öxará, Ölfusvatnsá og Villingavatnsá leggja það til. Þær eru að mestu dragár en nokkurt lindavatn rennur í þær. Vatnshiti Flestar lindanna eru á bilinu 2,9 til 3,8 gráður og breytast harla lítið milli ára og árstíða. Vatnshiti smáánna þriggja er aftur á móti allbreytilegur, þar koma fram dragáreinkennin. Á vetrum og einnig í fyrstu vorflóðum er vatnshiti ánna fast niður undir 0 gráðum, en að sumrinu venjulega á bilinu 6 til 16 gráður. Áhrif þeirra á hita Þingvallavatns, gengur löngum í gagnstæða átt við lindainnstreymið á sama tíma. Niðurstaðan er sú að á vetrum er innrennslið til Þingvalla- vatns um þrjú stig en fjögur til fimm að sumrinu. Ljóst er að hiti ársinn- rennslis víkur ekki langt frá 4 gráðum. Vatnshitamælingar, sem Sogsvirkj- un hefur látið gera reglubundið um langt árabil, sýna að venjulegast nær útrennslið mestum hita nálægt mánaðamótum júlí/ágúst (2. og 3. mynd). Á köldum sólarlitlum sumrum kemst hámark vatnshitans aðeins í 8 gráður. Venjulegast er hámarkið á bil- inu 9 til 10 gráður. Á hlýjum sólríkum sumrum stígur hiti útrennslis í 12 til 13 gráður. Hinar strjálu hitamælingar á djúpu vatni, sem við höfum gert eru vart nægilegar til að gefa heilsteypta mynd af hitafari vatnsins. Á kyrrum sólardögum að sumrinu er æði mikill munur á hita á vogum inni og úti á vatni. Á tveimur metrum undir yfirborði er ekkert óvenjulegt að mælist 1,5 gráðum kaldara úti á vatni. Einn goludagur jafnar hitamuninn út. í langvarandi kyrrum kemur fram allt að þriggja stiga munur á yfirborðshita á milli fjarlægra hluta vatnsins. í lóð- réttu sniði er hitamunurinn jafnvel fjórar til fimm gráður. í sumarhitum eru kaldir pollar út frá lindum. Þeir eru þá litlir um sig ef kyrrð er á, því að kalda vatnið fer með botni. Kalda- vermsl og hröð sumarhitun kalla á hringstrauma. Merkja má furðu stríða yfirborðsstrauma með norðaustlæga stefnu, e.t.v. á hitamunur þar hlut að máli. Nokkrir stormdagar haustsins þurrka allan hitamismun út. Þannig hefur allt niður á 80 m dýpi, eða eins og náðist að kanna, mælst sama hita- stig 6,3 gráður, það var 11. okt. 1973. Veðurfar er það ólíkt milli ára að marktæk meðaltöl fást ekki fyrr en eftir allmörg ár samfelldra mælinga. Um mánaðamótin okt/nóv., þ.e.a.s. í vetrarbyrjun, er yfirborðshitinn venjulegast rétt um 4 gráður. Kólnun- in heldur áfram, um 20. nóvember er yfirborðshitinn allajafnan kominn nið- ur undir 0 gráður. Hér er átt við vatns- hitann hjá Skálabrekku samkvæmt strjálum athugunum um áratuga skeið. Að Skálabrekku er síritandi vatnshæðarmælir síðan 1975 og nú er þar einnig tæki sem skráir vatnshitann á klukkustundar fresti. Eins og komið er fram er það vind- urinn sem fyrst og fremst orsakar blöndun vatnsins. Hann setur af stað 241

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.