Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 35
fyrsta lagi úr gjánum á Þingvöllum. Á síðustu metrunum að Þingvallavatni nefnist lindavatnsstraumurinn Silfra. Silfra er á, stutt og kristaltær. í öðru lagi streymir hvarvetna inn lindavatn í Vatnsvik, einkum í innsta (nyrsta) hluta viksins. Þar að austan ber land- spilda nafnið Vellankatla. í fjöruborð- inu eru vellandi lindir og bullaugu. Hinar fjölmörgu lindir við Þingvalla- vatn sjást best þegar ís hefur legið á vatninu í örfáa daga. Afætur og opnur sýna þá hvar kaldavermsl streymir fram. Dragárvatn, þ.e.a.s. yfirborðsvatn, er aðeins röskur Vío innrennslisins. Smáárnar: Öxará, Ölfusvatnsá og Villingavatnsá leggja það til. Þær eru að mestu dragár en nokkurt lindavatn rennur í þær. Vatnshiti Flestar lindanna eru á bilinu 2,9 til 3,8 gráður og breytast harla lítið milli ára og árstíða. Vatnshiti smáánna þriggja er aftur á móti allbreytilegur, þar koma fram dragáreinkennin. Á vetrum og einnig í fyrstu vorflóðum er vatnshiti ánna fast niður undir 0 gráðum, en að sumrinu venjulega á bilinu 6 til 16 gráður. Áhrif þeirra á hita Þingvallavatns, gengur löngum í gagnstæða átt við lindainnstreymið á sama tíma. Niðurstaðan er sú að á vetrum er innrennslið til Þingvalla- vatns um þrjú stig en fjögur til fimm að sumrinu. Ljóst er að hiti ársinn- rennslis víkur ekki langt frá 4 gráðum. Vatnshitamælingar, sem Sogsvirkj- un hefur látið gera reglubundið um langt árabil, sýna að venjulegast nær útrennslið mestum hita nálægt mánaðamótum júlí/ágúst (2. og 3. mynd). Á köldum sólarlitlum sumrum kemst hámark vatnshitans aðeins í 8 gráður. Venjulegast er hámarkið á bil- inu 9 til 10 gráður. Á hlýjum sólríkum sumrum stígur hiti útrennslis í 12 til 13 gráður. Hinar strjálu hitamælingar á djúpu vatni, sem við höfum gert eru vart nægilegar til að gefa heilsteypta mynd af hitafari vatnsins. Á kyrrum sólardögum að sumrinu er æði mikill munur á hita á vogum inni og úti á vatni. Á tveimur metrum undir yfirborði er ekkert óvenjulegt að mælist 1,5 gráðum kaldara úti á vatni. Einn goludagur jafnar hitamuninn út. í langvarandi kyrrum kemur fram allt að þriggja stiga munur á yfirborðshita á milli fjarlægra hluta vatnsins. í lóð- réttu sniði er hitamunurinn jafnvel fjórar til fimm gráður. í sumarhitum eru kaldir pollar út frá lindum. Þeir eru þá litlir um sig ef kyrrð er á, því að kalda vatnið fer með botni. Kalda- vermsl og hröð sumarhitun kalla á hringstrauma. Merkja má furðu stríða yfirborðsstrauma með norðaustlæga stefnu, e.t.v. á hitamunur þar hlut að máli. Nokkrir stormdagar haustsins þurrka allan hitamismun út. Þannig hefur allt niður á 80 m dýpi, eða eins og náðist að kanna, mælst sama hita- stig 6,3 gráður, það var 11. okt. 1973. Veðurfar er það ólíkt milli ára að marktæk meðaltöl fást ekki fyrr en eftir allmörg ár samfelldra mælinga. Um mánaðamótin okt/nóv., þ.e.a.s. í vetrarbyrjun, er yfirborðshitinn venjulegast rétt um 4 gráður. Kólnun- in heldur áfram, um 20. nóvember er yfirborðshitinn allajafnan kominn nið- ur undir 0 gráður. Hér er átt við vatns- hitann hjá Skálabrekku samkvæmt strjálum athugunum um áratuga skeið. Að Skálabrekku er síritandi vatnshæðarmælir síðan 1975 og nú er þar einnig tæki sem skráir vatnshitann á klukkustundar fresti. Eins og komið er fram er það vind- urinn sem fyrst og fremst orsakar blöndun vatnsins. Hann setur af stað 241
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.