Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 47
10. mynd. ísris, sperra. — An upward icefold (teikning/drawing Guðmann á Skála- brekku). þáttur. Með tilliti til hraðans er hent- ugt fyrir ferðamann, sem leggur leið sína um ísilögð vötn að hafa í huga þrjú burðarþolsstig íss: Stöðuþol, skriðþol og leifturþol. Stöðuþol miðast við að farartækið geti numið staðar á ísnum. Skriðþol íss: Með dembings- hraða, t.d. á snjóbfl á 30 km hraða á klst, má fljóta á allmiklu lélegri ísi en fært er að nema staðar á. Leifturþol íss: Á svonefndum leifturhraða farar- tækis, t.d. á snjósleða, tekst að fljóta á örþunnu ísskæni. Nú er ástæða til að víkja aftur að gerð og ástandi ísa þar sem frá var horfið undir lið A. Ef ísinn er ósamfrosta, eins konar tví- eða þrískinnungur, þ.e.a.s. vatn og krap á milli íslaga þá er stöðuþol íssins aðeins burðarþol sterkasta íslagsins. Öðru máli gegnir um skriðþolið og hvað þá leifturþol, það nálgast að vera saman- lagt stöðuþol íslaganna. Þessu veldur tregða vatns og íss að láta undan og svigna. ÍSINN OG VATNSHITINN Þótt hitaskil séu í Þingvallavatni um stundarsakir á kyrrlátum sumrum, þá er vatnið fullkomlega upphrært eftir stormbeljanda og öldurót er líða tekur á haust. Varðandi vatnshitabúskapinn er afar veigamikið atriði hvenær að vetrinum frostkyrrur koma, svo að vatnið leggi varanlegum ísi. Komi frostkyrrur fyrir áramót, varðveitist venjulegast í vatninu nokkur varmi frá liðnu sumri, eins og vikið er að hér á undan. Gera má ráð fyrir að vatnshiti Þing- vallavatns við ísalagnir yrði áþekkur, hvort heldur aðalinnrennslið er drag- árvatn (yfirborðsvatn) eða lindavatn. En um leið og ísþekjan er komin á 253

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.