Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 4
lega vel. Ritið hefur lifað allan þenn- an tíma og verið nokkuð vinsælt og er komið í röð elstu núlifandi tímarita á íslandi með samfellda útgáfu. Það er eina tímarit sinnar tegundar hér á landi og hefur á ferli sínum birt efni um íslenska náttúru og náttúruna al- mennt, til uppfræðslu fyrir almenning. Einnig hefur ritið mikið verið notað af nemendum framhaldsskólanna í land- inu til þess að afla sér upplýsinga um hin og þessi náttúrufræðileg efni, sem kennararnir hafa sett þeim fyrir að leysa úr. íslenskir náttúrufræðingar hafa birt mikið af niðurstöðum rann- sókna sinna í tímaritinu og hefur það flutt lesendum býsna marga náttúru- farslega nýung í gegnum árin. Það er alkunna að við Islendingar eigum allt okkar undir náttúrunni og farsælli sambúð við hana og skal ekki fjölyrt um það hér. En það ætti líka að vera jafn ljóst, að sú sambúð verður ekki eins farsæl og nauðsyn krefur, ef ekki er til staðar þekking og skilning- ur á þessari náttúru, hvað hún getur gefið af sér, hvað hún þolir, hvernig hún vinnur og hvern sess við skipum í henni. Það er hlutverk náttúrufræð- inga að afla þessarar þekkingar og að útbreiða hana í skiljanlegu samhengi. Því var það að Guðmundur G. Bárðarson, jarðfræðingur og Árni Friðriksson, fiskifræðingur byrjuðu að gefa út Náttúrufræðinginn á sínum tíma. Ljóst er af aðfararorðum þeirra að þeir litu á náttúrufræðin í víðu samhengi, en ekki sem þrönga fræði- grein og að þeir töldu að almennur skilningur á náttúrunni væri Islending- um til gagns engu síður en gamans. Það er von ritstjórnarinnar að slík víð- sýni megi verða raunin á um fram- haldið einnig. Náttúrufræðingurinn nálgast nú sextugsaldurinn og er kom- inn á bekk með virðulegum öldungum íslenskra tímarita. íslenskum náttúru- fræðingum hefur fjölgað úr rúmlega 10 á dögum fyrsta árgangs og upp í tæp- lega 1000, eins og þeir eru áætlaðir vera í dag. Það væri því ekki óeðlilegt þó ásetningur þeirra stæði í þessa átt og ekki ætti það að vera ofverk þeirra að láta slíkt rætast. Um málefni náttúrufræða á sér stað of lítil umræða hér á landi, náttúru- farsrannsóknir okkar búa við lélega og þröngsýna stefnumörkun og skipu- lag stofnana er í ýmsu tilliti orðið úr- elt. Þar þurfa náttúrufræðingar og stjórnmálamenn að ná saman í skyn- samlegri umræðu og farsælum úrbót- um. Gaman væri nú og vel til fundið ef slík umræða gæti farið af stað í al- vöru á næsta ári. Þá er aldarafmæli Hins íslenska Náttúrufræðifélags, sem alla tíð hefur verið miðpunktur áhuga- og kunnáttumanna um náttúru þessa lands og sameinað þá um gagn og gaman. Páll Imsland 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.