Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 6
1. mynd. Sá hluti Aust- fjaröa sem rannsóknir á sjávarborðs- og jökla- menjum fóru fram á. Tákn: 1) jökulgarður, 2) afstæð aldursröð jökulgarða, 3) helstu vatnsföll 4) mæld hæð efstu fjörumarka. The investigated area in South- east and East Iceland. 1) moraines, 2) relative age of moraines, 3) rivers and 4) measured marine limits. Álftafirði. Þeir eru ekki sammála um aldur mestu útbreiðslu jökla á þessu svæði. Trausti taldi að jöklar síðasta jökulskeiðs hefðu ekki náð lengra en út í mynni fjarðanna. Guðmundur bendir hins vegar á að jökull í Álfta- firði hafi verið 140 m þykkur við Þvottá og náð út úr firðinum. Sömu- leiðis bendir hann á, að jökull hafi náð út úr mynni Hvaldals norðan Austur-Horns. Báðir eru þeir Trausti og Guð- mundur sammála um, að sporður skriðjökla hafi legið nálægt Teigar- horni í Berufirði og utan við Hamar í Hamarsfirði. Þá greinir aftur á móti á um aldur þessarar legu jöklanna. Trausti taldi hana marka mestu út- breiðslu jöklanna á síðasta jökulskeiði, en Guðmundur að hún væri frá Búða- skeiði eða tímabilinu 10.000-11.000 ár B.P. (árafjöldi fyrir 1950). Ályktun Guðmundar Kjartanssonar (1962) er athyglisverð fyrir þær sakir, að sam- kvæmt henni var brún íslenska megin- jökulsins komin inn fyrir núverandi strönd Austfjarða fyrir um 11.000 ár- um B.P. Þorleifur Einarsson (1973) telur að brún íslenska meginjökulsins hafi legið utan við núverandi strönd landsins sunnan við Bakkaflóa á Álftanesskeiði og sunnan við Breið- dalsvík á Búðaskeiði. Árið 1981 kom út á vegum Orku- stofnunar skýrsla eftir Árna Hjartar- son o. fl. I henni er m.a. fjallað um sjávarstöðu og útbreiðslu jökla á þeim hluta Austfjarða sem hér er til um- fjöllunar. Viðamiklar upplýsingar eru um setlagahjalla (sjávarhjalla) og er hæð þeirra yfirleitt gefin upp í hálfum eða heilum tug metra yfir sjó. Niður- staða Árna Hjartarsonar o. fl. (1981) er, að efstu fjörumörk eru alls staðar í um 40 m y.s. nema í botni Reyðar- fjarðar og við utanverðan Berufjörð, 60

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.