Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 6
1. mynd. Sá hluti Aust- fjaröa sem rannsóknir á sjávarborðs- og jökla- menjum fóru fram á. Tákn: 1) jökulgarður, 2) afstæð aldursröð jökulgarða, 3) helstu vatnsföll 4) mæld hæð efstu fjörumarka. The investigated area in South- east and East Iceland. 1) moraines, 2) relative age of moraines, 3) rivers and 4) measured marine limits. Álftafirði. Þeir eru ekki sammála um aldur mestu útbreiðslu jökla á þessu svæði. Trausti taldi að jöklar síðasta jökulskeiðs hefðu ekki náð lengra en út í mynni fjarðanna. Guðmundur bendir hins vegar á að jökull í Álfta- firði hafi verið 140 m þykkur við Þvottá og náð út úr firðinum. Sömu- leiðis bendir hann á, að jökull hafi náð út úr mynni Hvaldals norðan Austur-Horns. Báðir eru þeir Trausti og Guð- mundur sammála um, að sporður skriðjökla hafi legið nálægt Teigar- horni í Berufirði og utan við Hamar í Hamarsfirði. Þá greinir aftur á móti á um aldur þessarar legu jöklanna. Trausti taldi hana marka mestu út- breiðslu jöklanna á síðasta jökulskeiði, en Guðmundur að hún væri frá Búða- skeiði eða tímabilinu 10.000-11.000 ár B.P. (árafjöldi fyrir 1950). Ályktun Guðmundar Kjartanssonar (1962) er athyglisverð fyrir þær sakir, að sam- kvæmt henni var brún íslenska megin- jökulsins komin inn fyrir núverandi strönd Austfjarða fyrir um 11.000 ár- um B.P. Þorleifur Einarsson (1973) telur að brún íslenska meginjökulsins hafi legið utan við núverandi strönd landsins sunnan við Bakkaflóa á Álftanesskeiði og sunnan við Breið- dalsvík á Búðaskeiði. Árið 1981 kom út á vegum Orku- stofnunar skýrsla eftir Árna Hjartar- son o. fl. I henni er m.a. fjallað um sjávarstöðu og útbreiðslu jökla á þeim hluta Austfjarða sem hér er til um- fjöllunar. Viðamiklar upplýsingar eru um setlagahjalla (sjávarhjalla) og er hæð þeirra yfirleitt gefin upp í hálfum eða heilum tug metra yfir sjó. Niður- staða Árna Hjartarsonar o. fl. (1981) er, að efstu fjörumörk eru alls staðar í um 40 m y.s. nema í botni Reyðar- fjarðar og við utanverðan Berufjörð, 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.