Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 8
2. mynd. Fjara í mynni Þor- geirsstaðadals í Lóni. Núnu hnullungarnir hafa líklega kastast 1 - 2 m upp fyrir meðalsjávarborð. An ancient shore beyond the Porgeirs- staðadalur valley in Lón. The rounded cobbles lie about 1 - 2 m above the former mean sea level. (Mynd/photo Hreggviður Norðdahl). athugunarsvæðinu er 0,65 m en mis- munur sjávarhæðar flóðs og fjöru er 1,37 m (+0,64 m og -0,73 m). Þessi frávik eru innan skekkjumarka Paulin mælisins og hæð fjörumarka því mið- uð við meðalsjávarfallahæð sem í þessu tilviki er sjávarmál á hverjum stað óháð tíma. Með endurteknum mælingum við sjávarmál er unnt að fylgjast með loft- þrýstingsbreytingum dagsins og frá degi til dags. Leiðréttingargröf (3. mynd) voru gerð fyrir hvern dag. Úr þeim má lesa afleidd Paulin mæli- gildi við sjó á sama tíma og hæð fjöru- marka var mæld. Með einföldum frá- drætti fæst hæð þessara fjörumarka í m y.s. Nákvæmni hæðarmælinga í m yfir sjó er talin vera ±3 m. FJÖRUMÖRK OG JÖKULGARÐAR Menjar fornrar og hærri sjávarstöðu eru algengar á svæðinu milli Horna- fjarðar og Norðfjarðar en eins og fyrr er getið eru þessar menjar af mismun- andi gerð. Samt sem áður er greinilegt að menjar eftir hærri sjávarstöðu eru ójafnt dreifðar við einstaka firði og víkur (1. mynd). Ástæður þessa eru meðal annars 1. tafla: Meðalsjávarfallahæð og mismunur flóðs og fjöru á Suðausturlandi dagana 20. - 26. júlí 1985 samkvæmt flóðtöflum Sjómælinga Islands (1985). Mean tidal height and difference between high and low tides in Southeast Iceland between 20 and 26 ofJuly 1985. Staður Meðal- sjávar- fallahæð Mismunur flóðs og fjöru Höfn +0,75 m 1,01 m Djúpivogur + 1,18 m 1,37 m Fáskrúðsfjörður +0,95 m 0,96 m Eskifjörður +0,81 m 0,66 m Norðfjörður +0,53 m 0,76 m Meðaltal +0,84 m 0,95 m 62

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.