Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 12
5. mynd. Jökulgarðar við innanverðan Berufjörð skammt utan við Hvanna- brekku. Lateral and terminal moraines in the inner part of Berufjörður. (Mynd Iphoto Hreggviður Norðdahl). hörfuðu hafði siávarborð lækkað um 15 m. Hamarsfjörður Ut með Hamarsfirði er hæð efstu fjörumarka 37 m y.s. en í botni fjarð- arins er hæð þeirra 44 m y.s. Þar lækkar hún skyndilega og er hæð fjöru- marka þar um 33 m y.s. Rétt utan við Bragðavelli er mjög greinilegur jökulgarður (1. mynd). Vaxandi hæð efstu fjörumarka inn með Hamarsfirði á sér sömu skýringu þar og í Álftafirði. Efri fjörumörkin finn- ast aðeins utan við jökulgarðinn. Þeg- ar jökullinn hörfaði til vesturs frá hon- um hafði sjávarborð lækkað um 10 m. Berufjörður I Berufirði er hæð efstu fjörumarka á bilinu 46-49 m y.s. Árni Hjartarson o. fl. (1981) geta um setlagahjalla við mynni Búlandsdals í um 53 m y.s. Líklegt er að hæð þessa hjalla marki um það bil efstu stöðu sjávar. Utan frá mynni Berufjarðar og inn með firðinum vex hæð lægri fjörumarka úr 31 m y.s. í 40 m y.s. Við Urðarteig sunnan Berufjarðar og. Gautavík norðan fjarðarins eru miklir jökul- garðar (Trausti Einarsson 1962, Guð- mundur Kjartansson 1962, Árni Hjart- arson o. fl. 1981), sem liggja út eftir og niður fjallshlíðarnar. Innar í firðin- um, skammt utan við Hvannabrekku, er margfaldur jökulgarður (5. mynd). Hæð efri og lægri fjörumarka í Berufirði fer vaxandi inn með firðin- um, en efri fjörumörkin eru ekki fundin innar en við Urðarteig. Þar minnkar hæð fjörumarka um 19 m sem samsvarar lækkun sjávarborðs á tímabilinu frá myndun efri fjörumark- anna og þar til jökull í Berufirði hörf- aði frá jökulgarðinum við Urðarteig og Gautavík. Breiðdalur Inn af Breiðdalsvík eru víðáttumikl- ir setlagahjallar, sem hlóðust upp við hærri sjávarstöðu. Hæð fjörumarka var mæld á um 20 stöðum og reyndist meðalhæð þeirra vera 36 m y.s. Við nánari athugun kemur í ljós, að þessi fjörumörk sýna hæð þriggja að- greindra sjávarborða (6. mynd). Meðalhæð þessara fjörumarka er 42 m, 33 m og 27 m y.s. en hæð þeirra fer vaxandi inn til landsins af sömu ástæð- um og áður er getið. Frá mynni Norðurdals og um þver- an Breiðdal er mikill og áberandi jök- 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.