Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 13
6. mynd. Hæð mældra fjörumarka og legu jökulgarðs í Breiðdal varpað á plan samhliða stefnu dalsins. Aðfallslínur þriggja aðgreindra sjávarborða og halli línanna endurspegla mismunandi bælingu og ris landsins er fargi jöklanna létti. Distance diagram for three different shorelines and their regression lines. The different gradient of these ancient shorelines reveals the relationship between the isostatic uplift and the load of glaciers on the land. ulgarður (Árni Hjartarson o. fl. 1981). Garðurinn markar mestu út- breiðslu jökuls í Breiðdal þegar sjáv- arborð stóð hæst í lok síðasta jökul- skeiðs. Mesta hæð fjörumarka utan við garðinn er 44 m y.s. Þegar jökull í Breiðdal hörfaði vestur dalinn frá jökulgarðinum hafði sjávarborð lækk- að um 9 m og miðfjörumörkin urðu til. Síðar lækkaði sjávarborð enn frek- ar og varð kyrrstætt um tíma við neðstu fjörumörkin í um 27 m y.s. Inn eftir Suðurdal má á nokkrum stöðum sjá þess merki að hörfun jök- uls vestur dalinn hefur verið í áföng- um. Neðan við Ketilhnjúk eru jaðar- hjallar og rásir, sem fara lækkandi til austurs. Utan í Járnhrygg eru einnig jaðarhjallar sem fara lækkandi til aust- urs. Utan í Hesthálsi innst í Suðurdal eru jökulgarðar og jaðarhjallar, sem eru yngstu ummerki jökuls í dalnum. í Norðurdal eru einnig ummerki þess, að hörfun jökuls úr Breiðdal hafi orðið í áföngum. Árni Hjartarson o. fl. (1981) lýsa miklum jökulgarði sem liggur úr mynni Gilsárdals á ská yfir Norðurdal. Nokkru utar sveigir garðurinn til norðurs um þveran dal- inn. Skoðun okkar er sú, að aðeins ysti hluti „garðsins“ sé raunverulegur jökulgarður og marki legu jökulbrún- ar í Norðurdal. Sú skoðun styðst með- al annars við legu jaðarhjalla norðan í Kleifarhálsi, en þessir hjallar fara hækkandi inn dalinn. Það sem Árni Hjartarson o. fl. (1981) telja vera jök- ulgarð jökuls úr Gilsárdal er að okkar mati malarás. Um það vitnar meðal annars setgerðin í ásnum, en hann er úr aðgreindu malar- og sandseti með greinilega víxllöguðum linsulaga lög- um. Hryggjarlag þessarar myndunar er dæmigert fyrir malarása. Innan við Hlíðarenda er fjöldi stuttra jökulgarða (Árni Hjartarson o. fl. 1981) sem sýna skammæja stöðnun í hörfun jökuls inn Norðurdal. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.