Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 15
sjávarstöðu, í um 36 m y.s. (7. mynd). Efstu fjörumörk (52 m) verða ekki rakin lengra inn með firð- inum en að Víkurgerði, lægri mörkin (48 m) að Sævarenda og þau lægstu (36 m) að Tungu. Útbreiðsla og myndun ofangreindra fjörumarka í Fáskrúðsfirði takmarkaðist af stærð (lengd) skriðjökuls í firðinum. Milli Víkurgerðis og Fögrueyrar eru landform og set sem eindregið benda til þess, að brún jökuls hafi verið kyrr- stæð þar um skeið. Uppi í fjallshlíð- inni eru jaðarrásir sem stefna út og niður, þar neðan við er mikill farveg- ur sem sveigir niður á milli Víkurgerð- isbæjanna. Austan í mynni Fleinsdals (ytri) er jökulgarður (Árni Hjartarson o. fl. 1981), sem myndast hefur á sama tíma eða seinna, en athyglisvert er að jökull úr Fleinsdal hefur ekki náð niður að efstu fjörumörkum. Gegnt Víkurgerði, milli Heljarár og Höfuðhúsaár á norðurströnd Fá- skrúðsfjarðar eru jökulgarðar, sem stefna út og niður. Innan (vestan) við þá er greinilegur jaðarhjalli sem fer hækkandi til vesturs. Líklegt er að þessi ummerki og þau milli Víkur- gerðis og Fögrueyrar séu mynduð samtímis af jökli sem skreið út fjörð- inn og að þau marki jafnframt mestu útbreiðslu hans þegar sjávarstaða varð hæst (52 m) í Fáskrúðsfirði (7. mynd). Við Eyri er jökulgarðsbútur og gegnt honum við Brimnes á norður- strönd fjarðarins er jaðarhjalli sem fer hækkandi til vesturs. Hér er um að ræða minniháttar hörfunarstig jökuls í Fáskrúðsfirði og Gilsárdal. Sú ályktun styðst meðal annars við þá staðreynd, að þegar jökullinn hörfaði frá garðin- um við Víkurgerði hafði sjávarborð fallið um 12 m, en engin sýnileg breyt- ing varð á stöðu sjávar við „jökulgarð- inn“ við Eyri og Brimnes (7. mynd). 8. mynd. Jaðarhjallar og jökulgarður nærri mynni Daladals í Fáskrúðsfirði. Lateral terra- ces and lateral moraine in Daladalur in Fáskrúðsfjörður. (Mynd/photo Hreggviður Norð- dahl). 69

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.