Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 21
jöklar í Hamarsfirði og í Breiðdal náðu lengra til austurs en jökullinn í Berufirði. Þetta olli nokkurri umfram- bælingu lands í Berufirði en hæð efstu fjörumarka er þar í um 53 m y.s. Mikil hæð efstu fjörumarka í norður- hluta Lóns (um 50 m y.s.) orsakaðist af bælingu landsins undan þunga meg- injökulsins í vestri annars vegar, og þunpa dal- og skálarjökla milli Lóns og Álftafjarðar hins vegar. Á þessum tíma voru allstór en há- lend landssvæði komin undan megin- jöklinum á Austfjörðum. I hálendinu norðan Reyðarfjarðar var fjöldi smárra dal- og skálarjökla, og er stærð þeirra að mestu óþekkt. Frá Reyðar- firði og suður í Lón gengu skriðjöklar frá ísaskilum til austurs út firðina milli hárra fjallgarða, en frá þeim skriðu eins og áður segir dal- og skálarjökl- ar. Berufjarðarstig Þegar jöklar á Austfjörðum hörf- uðu frá jökulgörðum Breiðdalsstigsins hafði sjávarborð lækkað um 8-19 m. Þessi hörfun jöklanna varð ekki án afturkippa. Innan við jökulgarða Breiðdalsstigs í Reyðarfirði, Fá- skrúðsfirði, Breiðdal og Berufirði eru jökulgarðar, sem mynduðust við tíma- bundna kyrrstöðu eða framrás jökl- anna. Saman mynda þeir Berufjarðar- stig og eru yngstu ummerki jökla á Austfjörðum. Ummerki þessarar jök- ulhörfunar og afflæði sjávar eru greinileg í Lóni. Brún meginjökulsins þokaðist þá inn fyrir núverandi strönd og inn í mynni dala sunnan Jökulsár og inn í Hvaldal og dalinn við Fauská milli Austur-Horns og Álftafjarðar. í Hornafirði var brún meginjökulsins líklega á móts við suðurenda Viðborðsfjalls. Þegar jöklarnir hörf- uðu frá jökulgörðum Berufjarðarstigs hafði sjávarborð lækkað um 17 m í Hornafirði og um 8 m við ysta jökul- garðinn í Breiðdal. NIÐURLAG Samspil ystu jökulgarða og hæstu sjávarstöðu á Austfjörðum minnir mjög á samspil legu jökla og stöðu sjávarborðs í Borgarfirði á Álftanes- skeiði. Niðurstaða okkar er því sú, að jökulgarðar Fáskrúðsfjarðarstigs hafi myndast við framrás íslenska megin- jökulsins á Álftanesskeiði fyrir 12.000- 12.300 árum B.P. Þetta breytir nokk- uð þeirri hugmynd Þorleifs Einarsson- ar (1973) að þá hafi brún meginjökuls- ins alls staðar legið utan við núverandi strönd Austurlands. Á Álftanesskeiði lágu ísaskil megin- jökulsins frá Kverkfjöllum og norður á Melrakkasléttu (Þorleifur Einarsson 1985). Minniháttar ísaskil lágu austar, um það bil yfir núverandi vatnaskilum milli Austfjarða og Fljótsdalshéraðs. Vestan þessara ísaskila skreið megin- jökullinn til norðausturs, en austan þeirra skriðu jökulstraumar úr megin- jöklinum í gegnum skörð sem skrið- jöklar í stefnu dala og fjarða. I upp- hafi Búðaskeiðs fyrir um 11.000 árum B.P. gengu jöklar fram á ný og jökul- garðar Breiðdalsstigs á Austfjörðum mynduðust (10. mynd). Lega ísaskila meginjökulsins hélst nánast óbreytt á Álftanes- og Búða- skeiði. Sama máli gegndi um ísaskilin milli Austfjarða og Fljótsdalshéraðs. Stærð meginjökulsins breyttist hins vegar mikið á þessu tímabili. Á Álfta- nesskeiði var brún hans nálægt Kópa- skeri á Melrakkasléttu (Þorleifur Ein- arsson 1973), en á Búðaskeiði lá brún hans frá Mývatni um Möðrudal að Hauksstöðum á Jökuldal og þvert yfir Fljótsdal nálægt Eiðum (Þorleifur Einarsson 1973, Árni Hjartar- son o. fl. 1981, Freysteinn Sigurðsson og Sigbjörn Guðjónsson 1983). Lega 75

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.