Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 21
jöklar í Hamarsfirði og í Breiðdal náðu lengra til austurs en jökullinn í Berufirði. Þetta olli nokkurri umfram- bælingu lands í Berufirði en hæð efstu fjörumarka er þar í um 53 m y.s. Mikil hæð efstu fjörumarka í norður- hluta Lóns (um 50 m y.s.) orsakaðist af bælingu landsins undan þunga meg- injökulsins í vestri annars vegar, og þunpa dal- og skálarjökla milli Lóns og Álftafjarðar hins vegar. Á þessum tíma voru allstór en há- lend landssvæði komin undan megin- jöklinum á Austfjörðum. I hálendinu norðan Reyðarfjarðar var fjöldi smárra dal- og skálarjökla, og er stærð þeirra að mestu óþekkt. Frá Reyðar- firði og suður í Lón gengu skriðjöklar frá ísaskilum til austurs út firðina milli hárra fjallgarða, en frá þeim skriðu eins og áður segir dal- og skálarjökl- ar. Berufjarðarstig Þegar jöklar á Austfjörðum hörf- uðu frá jökulgörðum Breiðdalsstigsins hafði sjávarborð lækkað um 8-19 m. Þessi hörfun jöklanna varð ekki án afturkippa. Innan við jökulgarða Breiðdalsstigs í Reyðarfirði, Fá- skrúðsfirði, Breiðdal og Berufirði eru jökulgarðar, sem mynduðust við tíma- bundna kyrrstöðu eða framrás jökl- anna. Saman mynda þeir Berufjarðar- stig og eru yngstu ummerki jökla á Austfjörðum. Ummerki þessarar jök- ulhörfunar og afflæði sjávar eru greinileg í Lóni. Brún meginjökulsins þokaðist þá inn fyrir núverandi strönd og inn í mynni dala sunnan Jökulsár og inn í Hvaldal og dalinn við Fauská milli Austur-Horns og Álftafjarðar. í Hornafirði var brún meginjökulsins líklega á móts við suðurenda Viðborðsfjalls. Þegar jöklarnir hörf- uðu frá jökulgörðum Berufjarðarstigs hafði sjávarborð lækkað um 17 m í Hornafirði og um 8 m við ysta jökul- garðinn í Breiðdal. NIÐURLAG Samspil ystu jökulgarða og hæstu sjávarstöðu á Austfjörðum minnir mjög á samspil legu jökla og stöðu sjávarborðs í Borgarfirði á Álftanes- skeiði. Niðurstaða okkar er því sú, að jökulgarðar Fáskrúðsfjarðarstigs hafi myndast við framrás íslenska megin- jökulsins á Álftanesskeiði fyrir 12.000- 12.300 árum B.P. Þetta breytir nokk- uð þeirri hugmynd Þorleifs Einarsson- ar (1973) að þá hafi brún meginjökuls- ins alls staðar legið utan við núverandi strönd Austurlands. Á Álftanesskeiði lágu ísaskil megin- jökulsins frá Kverkfjöllum og norður á Melrakkasléttu (Þorleifur Einarsson 1985). Minniháttar ísaskil lágu austar, um það bil yfir núverandi vatnaskilum milli Austfjarða og Fljótsdalshéraðs. Vestan þessara ísaskila skreið megin- jökullinn til norðausturs, en austan þeirra skriðu jökulstraumar úr megin- jöklinum í gegnum skörð sem skrið- jöklar í stefnu dala og fjarða. I upp- hafi Búðaskeiðs fyrir um 11.000 árum B.P. gengu jöklar fram á ný og jökul- garðar Breiðdalsstigs á Austfjörðum mynduðust (10. mynd). Lega ísaskila meginjökulsins hélst nánast óbreytt á Álftanes- og Búða- skeiði. Sama máli gegndi um ísaskilin milli Austfjarða og Fljótsdalshéraðs. Stærð meginjökulsins breyttist hins vegar mikið á þessu tímabili. Á Álfta- nesskeiði var brún hans nálægt Kópa- skeri á Melrakkasléttu (Þorleifur Ein- arsson 1973), en á Búðaskeiði lá brún hans frá Mývatni um Möðrudal að Hauksstöðum á Jökuldal og þvert yfir Fljótsdal nálægt Eiðum (Þorleifur Einarsson 1973, Árni Hjartar- son o. fl. 1981, Freysteinn Sigurðsson og Sigbjörn Guðjónsson 1983). Lega 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.