Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 23
B.P. eða frá upphafi nútíma fyrir 9000-10.000 árum B.P. (Sörensen 1979, Berglund 1979, Hjort 1979, Andersen 1980, Corner 1980). Jarðsögu síðjökultímans á Aust- fjörðum hefur verið skipt í þrjú stig og er jarðsöguleg staða jökulgarða Fá- skrúðsfjarðar-, Breiðdals- og Beru- fjarðarstigs ákvörðuð með saman- burði við hörfunarsögu jökla á sunn- an- og vestanverðu landinu (11. mynd). Verður sú aðferð að duga þar til hlutstæðar aldursákvarðanir hafa verið gerðar á efni frá Austfjörðum. Árni Hjartarson o. fl. (1981) skiptu þessari hörfunarsögu í tvennt, dal- jöklaskeið og smájöklaskeið, en tengdu þau ekki við skiptingu Þorleifs Einarssonar (1973) á síðjökultíma ís- lands að öðru leyti en að smájökla- skeið samsvari upphafi nútíma og dal- jöklaskeið Álftanes- eða Búðaskeiði (11. mynd). En það er fleira en teng- ingar við önnur landssvæði sem skilur á milli niðurstaðna okkar og niður- staðna Árna Hjartarsonar o. fl. Stig sem samsvarar Fáskrúðsfjarðarstigi er ekki nefnt, en lega frambrúnar skrið- jökla á daljöklaskeiði samsvarar nokkuð vel legu jöklanna við jökul- garða Breiðdalsstigs. Sömu sögu er að segja um legu jökla á smájöklaskeiði, en hún samsvarar í stórum dráttum Berufjarðarstigi okkar (11. mynd). Árni Hjartarson o. fl. telja efstu fjöru- mörk vera frá tímabilinu milli dal- jökla- og smájöklaskeiðs. Sjávarstaða varð í raun hæst samfara myndun jök- ulgarða Fáskrúðsfjarðarstigsins. Lokaniðurstaða þessara rannsókna á útbreiðslu jökla og sjávarstöðu- breytingum á Austfjörðum er, að sama mynstur er talið vera milli jökul- hörfunar og sjávarstöðubreytinga þar og annars staðar á Islandi á síðjökul- tíma (11. mynd). Það er enn fremur stuðningur við niðurstöður okkar, að loftslagsbreytingar á þessum tíma urðu því sem næst samtímis um alla jörðina. Þetta á alveg sérstaklega við um Kópaskersskeið (Bölling), Saur- bæjarskeið (Alleröd), Búðaskeið (Yngre Dryas) og upphaf nútíma (Preboreal). Nokkuð öðru máli gegnir um Álftanesskeið (Áldre Dryas), þar sem ummerki framrásar jökla á því tímabili eru ekki jafn útbreidd og um- merkin frá Búðaskeiði. Á Norður- löndum eru þó til jökulgarðar sem mynduðust við kyrrstöðu jökulbrúnar eða framrás jökla fyrir um 12.000 ár- um B.P. (Mörner 1969, Berglund 1979, Mangerud 1980). Tenging hörfunarsögu jökla og sjáv- arstöðubreytinga á Austfjörðum við skiptingu á síðjökultíma íslands (Þor- leifur Einarsson 1973) og Norðurlanda (Mangerud o. fl. 1974) teljum við því vera rökrétta á þessu stigi málsins (11. mynd). ÞAKKIR Söfnun gagna og úrvinnsla þeirra fór fram á vegum Jarðfræðistofu Raunvísinda- stofnunar Háskólans. Rannsóknasjóður Háskólans studdi þessar rannsóknir og er sá stuðningur hér með þakkaður. Kristinn J. Albertsson las hluta handritsins og fær- um við honum bestu þakkir fyrir. HEIMILDIR Andersen, B.G. 1980. The deglaciation of Norway after 10,000 B.P. Boreas 9. 211-216. Árni Hjartarson, Freysteinn Sigurðsson og Þórólfur Hafstað 1981. Vatnabúskapur Austurlands III. Lokaskýrsla. Orku- stofnun, OS81006/VOD04. 198 bls. Ashwell, I.Y. 1967. Radiocarbon ages of shells in the glaciomarine deposits of western Iceland. Geogr. Journal 1. 48-50. 77

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.