Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 28
kyns landgræðsluaðgerðir. Til land- græðslu telst þá t.d. bygging garða til varnar gegn sandfoki, hagabætur, verndun gróðurs, t.d. með ítölu, auk uppgræðslu. Tilfinnanlega hefur vantað íslenskt orð eða orðsamband sömu merkingar og enska hugtakið „restoratiorí'. Það er dregið af latneska orðinu „restaur- are“ sem þýðir að skila aftur til fyrra horfs. Merking orðsins „restoration“ er, samkvæmt orðabók Arnar og Ör- lygs, endurreisn, það að skila, endur- heimt, eða viðgerð. Samkvæmt orða- bók Websters („Collegiata Diction- ary“) er merking orðsins: „bringing back to former position or condition", eða færa aftur í fyrri stöðu eða ástand. Orðið felur ekki aðeins í sér að þekja land með gróðri, heldur einnig að færa vistkerfið, gróður, jarðveg, dýra- líf o.fl., í upprunalegt horf. Haft var samband við íslenska málstöð þegar reynt var að finna heppilegt íslenskt orð. Halldór Halldórsson prófessor stakk upp á orðunum fullrækt, alrækt ogfullvist, en áður hafði verið stungið upp á orðinu vistheimt. Ástæða er til að nefna alla þessa möguleika hér. Orðin fullrækt og alrækt hafa marga kosti en eru nokkuð keimlík orðum sem tengjast ræktun, t.d. jarðrækt, sem felur yfirleitt í sér röskun á nátt- úrulegu gróðurfari. Þessi orð eru því e.t.v. ekki heppileg. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að leggja hér til að nota íslenska orðið vistheimt sem þýðingu á „restoration". Orðið vist fer vel í samsetningum. Orðið vistheimt nær merkingu erlenda hug- taksins ágætlega og betur en fullvist. Tíminn verður að leiða í ljós hvort það verður tekið til almennra nota eða hvort annað og betra orð finnst. Ingvi Þorsteinsson (1978) hefur notað orðasambandið endurheimt landgæða í svipaðri merkingu og vistheimt, en þó einkum með tilliti til framleiðslu- getu gróðurlenda. Það fer vel á því að nota endurheimt vistkerfis ásamt vist- heimt til að auka fjölbreytni í orða- vali. Mjög mikill munur getur verið á uppgræðslu og vistheimt eins og síðar verður vikið að. Þessum hugtökum er oft ruglað saman og má líklega rekja það til þess að þau hafa ekki verið nógu vel skilgreind og að heppilegt orð hefur vantað í íslensku um vist- heimt. Erfitt er raunar að skilgreina vistheimt land svo vel sé. Væntanlega verður að taka tillit til gróðurþekju og fjölda innlendra tegunda, jarðvegs- uppbyggingar, dýralífs, framleiðni vistkerfisins og fagurfræðilegra sjónar- miða. Bradshaw og Chadwick (1980) töldu land vera vistheimt þegar fyrra hagnýtu og líffræðilegu gildi þess hef- ur verið náð á ný eftir röskun. MARKMIÐ UPPGRÆÐSLU OG MAT Á ÁRANGRI Markmið uppræðslu geta verið margvísleg og hér á eftir er gerð til- raun til að skilja á milli þeirra helstu miðað við íslenskar aðstæður: 1. Uppgræðsla í kjölfar hvers kyns rasks. 2. Uppgræðsla vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. 3. Uppgræðsla til að stöðva sandfok. 4. Uppgræðsla til að hefta jarðvegs- eyðingu. 5. Uppgræðsla til framleiðslu fóðurs (ræktun). 6. Uppgræðsla sem hluti af vistheimt. Með raski í fyrsta lið er átt við vegagerð og aðra mannvirkjagerð, skemmdir vegna aksturs utan vega o.s.frv., en einnig tjón af völdum jarð- vegseyðingar. í hvert skipti sem tekið 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.