Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 29
er til við að lagfæra eftir rask verður að ákveða hver tilgangurinn er og hvaða árangurs er vænst. Um getur verið að ræða aðgerðir sem falla undir liði 2 til 6 eftir því hvert eðli og um- fang umrótsins er. Akvörðun mark- miða er ekki síst mikilvæg vegna þess að af þeim ræðst oft hvaða aðferðum ber að beita (Johnson og Van Cleve 1976). Uppgræðsla getur þjónað mörgum markmiðum samtímis, en mikilvægt er að gera sér ljóst að erfitt getur verið að samrýma sum þeirra. Hugsanlegt er að uppgræðsla til fóðurframleiðslu og endurheimt vist- kerfa fari ekki alltaf saman og geti því verið ósamrýmanleg markmið. Einnig kann að vera að uppgræðsla til fóður- framleiðslu brjóti í bága við fagur- fræðileg markmið á tilteknu svæði, t.d. á hálendinu. Stöðug áburðargjöf getur seinkað eða komið í veg fyrir að ýmsar innlendar tegundir nái fótfestu. Mikilvægt er því að skilgreina vel markmið framkvæmda áður en þær hefjast. Arangur landgræðslu eða upp- græðslu verður ekki metinn nema með hliðsjón af þeim markmiðum sem sett eru fyrir hverja landgræðsluað- gerð. Þannig er ekki hægt að meta uppgræðslu til fóðurframleiðslu út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum, eins og t.d. á við um landgræðslusvæðin á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði. Ekki er heldur hægt að meta árangur vistheimtar eingöngu með hliðsjón af fóðurframleiðslu eða heildargróður- þekju. Þekja og tegundaauðgi inn- lendra plantna hlýtur t.a.m. að koma til álita. Þá er jafnljóst að aðgerðir til að hefta sandfok og jarðvegseyðingu verða ekki metnar í hekturum lands eða með tilliti til fóðurgildis, a.m.k. ekki eingöngu. Endurgræðsla vegna vegagerðar og rasks við mannvirkja- gerð er líklega ekki síst metin með hliðsjón af fagurfræðilegum sjónar- miðum. Eins getur það verið álitamál hvort fóðurframleiðsla vegna beitar- sjónarmiða sé hin eina rétta viðmiðun þegar bæta skal gróið land sem eyðist vegna virkjana (Hákon Aðalsteinsson 1986). VISTHEIMT Lokamarkmið uppgræðslu er oft vistheimt, eða að endurheimta töpuð vistkerfi. Vistheimt hefur í raun verið lítið rannsökuð. Hingað til hefur áhersla verið lögð á uppgræðslu, enda hefur oft lítill greinarmunur verið gerður á uppgræddu landi og öðru gróðurlendi. A þessu tvennu er þó reginmunur í flestum tilvikum. í því fyrra er um að ræða hlutfallslega ein- falt vistkerfi sem oft er myndað af sáðgresi og óþroskuðum jarðvegi. Vistheimt land og náttúruleg gróður- lendi eru mun flóknari vistkerfi en uppgrætt land og hafa fjölbreytta teg- undasamsetningu, þroskaðan og oft frjóan jarðveg með dýralífi og örver- um, og margþætt líffræðilegt gildi. Því eiga uppgrætt land og það gróðurlendi sem er á undanhaldi vegna jarðvegs- eyðingar fátt sameiginlegt. Þessi vist- kerfi eru á engan hátt sambærileg. Náttúruleg vistheimt tekur afar mis- langan tíma eftir aðstæðum og hún getur jafnvel tekið mörg hundruð ár við íslenskar aðstæður, einkum á há- lendi. Uppgræðsla á láglendi flýtir mjög fyrir vistheimt með því að loka yfirborðinu, minnka uppgufun og fok. Uppgræðsla getur ennfremur aukið lífrænt magn jarðvegsins og á ýmsan annan hátt búið í haginn fyrir náttúru- legan gróður. Uppgræðslusvæði á há- lendinu endast skemur og ekki er full- ljóst hvernig þeim reiðir af ef áburðar- gjöf er hætt (Ólafur Arnalds o.fl. 1988). 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.