Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 33
Jón Jónsson
Hestgerðismúli í Suðursveit
INNGANGUR
í austanverðri Suðursveit gengur all
hár múli fram úr meginhálendinu. Á
korti herforingjaráðsins 1:100.000 er
hann nefndur Borgarhafnarfjall, en
svo virtist mér sem Hestgerðismúli
væri fremur notað af heimamönnum.
Múlinn tekur nafn af bænum Hest-
gerði, sem framan undir honum
stendur, en skiftar skoðnanir hafa ver-
ið uppi um það bæjarnafn, eins og
meistari Þórbergur greinir frá í einu
rita sinna. Ekki verður hér tekin af-
staða til slíkra ágreiningsmála, enda
virðast þau ekki eiga heima í Suður-
sveit, eða vera þaðan ættuð.
Þarna mun vera skemmmst milli
fjalls og fjöru í Austur-Skaftafellssýslu
að Vestra Horni fráteknu. Líklegt
þykir mér að nokkrir þeirra er um
veginn fara, muni veita því athygli að
þetta fjall sker sig verulega úr að út-
liti. Það er mest áberandi þegar kom-
ið er vestanfrá og einkum ef sól er
komin í vestur. Hér á eftir verður
gerð tilraun til að draga fram nokkur
af höfuðatriðunum í jarðfræði þessa
fjalls, en byggð er sú tilraun einkum á
athugunum, sem gerðar voru 1958 og
1962.
FYRRI ATHUGANIR
Nokkuð hefur áður verið ritað um
Hestgerðismúla. Helgi Torfason hefur
bent mér á að fyrstur þeirra muni vera
Eugene Robert (1840), en hann var
jarðfræðingurinn í hinum mikla
franska leiðangri undir stjórn Paul
Gaimards á árunum 1835-1836. Til
heiðurs Páli þessum orti Jónas Hall-
grímsson sitt fræga ljóð, sem hefst á
orðunum: „Þú stóðst á tindi Heklu
hám“. í riti Roberts og félaga hans,
teiknarans A. Mayers má fylgja þeim
austur strandlengju suðurlandsins, en
hér skal aðeins staldrað við með þeim
undir Hestgerðismúla. Mayer hefur
teiknað tvær myndir af fjallinu (pl. 88
Atlas pittoresque). Sú fyrri virðist
vera teiknuð vestan frá, en hin neðan
við bæinn framan undir Múlanum. Sú
síðari er betri, en hvorug verður talin
góð né heldur gefa rétta mynd af útliti
fjallsins. Af frásögninni er næsta ljóst
að Robert (1840, bls. 240) hefur geng-
ið á fjallið og skoðað bergmyndanirn-
ar næsta vel. Fjallið hefnir hann Hest-
gerðis-Fjall, en bergtegundina nefnir
hann „mimosite" en það orð var áður
fyrr nokkuð notað, einkum í frönsk-
um ritum, um dökkt eða brúnleitt
basalt. Um efsta hluta bergsins notar
hann orðið „peperino“, en það orð er
stundum haft um brotaberg af nokkuð
mismunandi gerð, og má með nokkr-
um rétti heimfæra það uppá efsta
hluta Hestgerðismúla, („partie super-
ieure d’Hestgerðis-Fjall“).
Lýsing Roberts er mun betri en
þeirra tveggja, sem næst á eftir koma,
en það er Þorvaldur Thoroddsen, en
hann segir í Ferðabók III (1914) „efst í
Náttúrufræðingurinn 58 (2), bls. 87-96, 1988.
87